Heldur námskeið í sérhönnuðum súkkulaðivagni Elín Albertsdóttir skrifar 24. september 2017 07:00 Súkkulaðivagninn er sá eini sinnar tegundar í heiminum og var sérhannaður í Tékklandi fyrir Halldór. Vísir/Eyþór Halldór Kristján Sigurðsson hefur haldið vinsæl konfektgerðarnámskeið í tuttugu ár. Núna heldur hann námskeið í sérhönnuðum súkkulaðivagni. Halldór Kristján pantaði súkkulaðibílinn frá Tékklandi en hann kom á götuna í Reykjavík í júní síðastliðnum. Bíllinn, sem er sérhannaður að ósk Halldórs, hefur vakið mikla athygli og hefur einn stærsti ferðavefur heims, Lonely Planet, fjallað um hann. Halldór telur að þetta sé eini bíll sinnar tegundar í heiminum. Núna er bíllinn staðsettur við Fjörð í Hafnarfirði þar sem Halldór heldur námskeið um leið og hann heldur upp á 20 ára afmælið.Halldór Kristján Sigurðsson, bakari og konditormeistari, stendur hér við súkkulaðibílinn.Vísir/Eyþór„Ég byrjaði á þessu árið 1997 en þá var ég nýkominn heim frá Danmörku þar sem ég var í námi hjá hinum fræga Jørgen Søgåaad Jensen, kökugerðarmeistara í Kransekagehuset. Hjá honum hafa margir þekktir verið í námi, meðal annars Mette Blomsterberg, sem hefur verið með þættina Det søde liv sem sýndir hafa verið hér á landi. Við erum tveir Íslendingar sem höfum lært hjá Jørgen sem er algjör snillingur. Mér fannst ég ekki fá nægilegan lærdóm í kökugerð í bakaranáminu hér heima og fór því í framhaldsnámið,“ segir Halldór. Þótt hann sé lærður konditor starfar hann ekki í bakaríi heldur á Fasteignasölu Reykjavíkur. Hins vegar hefur hann haldið námskeið í kransaköku-, konfekt- og páskaeggjagerð. „Ég er í löggildingarnámi í fasteignasölu en það starf á vel við mig meðfram námskeiðunum. Í fasteignasölu kynnist maður fólki á persónulegan hátt og þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Ég var bakari í eitt ár eftir að ég kom úr námi en mér fannst starfið ekki henta mér. Mér bauðst að opna kransakökuhús í Smáralindinni stuttu eftir opnun en líf mitt þróaðist á annan veg. Móðir mín segir að það sem maður læri verði ekki frá manni tekið. Mitt sex ára nám mitt nýtist mér til námskeiðshalds og það finnst mér meiri háttar,“ segir Halldór. Hann gekk lengi með þá hugmynd að vera með súkkulaðivagn á hjólum. „Ég lét þennan draum rætast, ekki síst vegna þess að mig langaði til að fá erlenda ferðamenn á námskeið hjá mér. Það hefur gengið eftir þótt Íslendingar séu fjölmennari. Það hafa samt komið um 200 útlendingar á námskeið hjá mér. Matarbílar hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum, af hverju ekki súkkulaðibíll? spyr Halldór. „Ég lét sérhanna fyrir mig konfektmót með merki Íslands en ég vildi skapa mér ákveðna sérstöðu,“ segir Halldór. Súkkulaðibíllinn fer fljótlega á Skólavörðuholtið þar sem hann verður í vetur.Fallegir súkkulaðimolar með Íslands-merki.Halldór getur tekið 12 til 13 manns á hvert námskeið. Með honum í vetur verður nýútskrifaður konditor, Hrafnhildur Anna. Hann segist vera með eigin útfærslu á því að tempra súkkulaði sem er bæði einföld og þægileg. „Ég hannaði þetta fyrir leikmenn svo allir geta gert þetta,“ segir Halldór sem hvetur konur til að fara í konditornám. „Það þarf að fjölga í þessari grein,“ segir Halldór sem á von á að mikið verði að gera í súkkulaðinu fyrir jólin. Sjá má meðfylgjandi myndband af því hvernig hann temprar súkkulaðið og fleira á Facebook-síðunni Konfektnámskeið Halldórs. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Halldór Kristján Sigurðsson hefur haldið vinsæl konfektgerðarnámskeið í tuttugu ár. Núna heldur hann námskeið í sérhönnuðum súkkulaðivagni. Halldór Kristján pantaði súkkulaðibílinn frá Tékklandi en hann kom á götuna í Reykjavík í júní síðastliðnum. Bíllinn, sem er sérhannaður að ósk Halldórs, hefur vakið mikla athygli og hefur einn stærsti ferðavefur heims, Lonely Planet, fjallað um hann. Halldór telur að þetta sé eini bíll sinnar tegundar í heiminum. Núna er bíllinn staðsettur við Fjörð í Hafnarfirði þar sem Halldór heldur námskeið um leið og hann heldur upp á 20 ára afmælið.Halldór Kristján Sigurðsson, bakari og konditormeistari, stendur hér við súkkulaðibílinn.Vísir/Eyþór„Ég byrjaði á þessu árið 1997 en þá var ég nýkominn heim frá Danmörku þar sem ég var í námi hjá hinum fræga Jørgen Søgåaad Jensen, kökugerðarmeistara í Kransekagehuset. Hjá honum hafa margir þekktir verið í námi, meðal annars Mette Blomsterberg, sem hefur verið með þættina Det søde liv sem sýndir hafa verið hér á landi. Við erum tveir Íslendingar sem höfum lært hjá Jørgen sem er algjör snillingur. Mér fannst ég ekki fá nægilegan lærdóm í kökugerð í bakaranáminu hér heima og fór því í framhaldsnámið,“ segir Halldór. Þótt hann sé lærður konditor starfar hann ekki í bakaríi heldur á Fasteignasölu Reykjavíkur. Hins vegar hefur hann haldið námskeið í kransaköku-, konfekt- og páskaeggjagerð. „Ég er í löggildingarnámi í fasteignasölu en það starf á vel við mig meðfram námskeiðunum. Í fasteignasölu kynnist maður fólki á persónulegan hátt og þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Ég var bakari í eitt ár eftir að ég kom úr námi en mér fannst starfið ekki henta mér. Mér bauðst að opna kransakökuhús í Smáralindinni stuttu eftir opnun en líf mitt þróaðist á annan veg. Móðir mín segir að það sem maður læri verði ekki frá manni tekið. Mitt sex ára nám mitt nýtist mér til námskeiðshalds og það finnst mér meiri háttar,“ segir Halldór. Hann gekk lengi með þá hugmynd að vera með súkkulaðivagn á hjólum. „Ég lét þennan draum rætast, ekki síst vegna þess að mig langaði til að fá erlenda ferðamenn á námskeið hjá mér. Það hefur gengið eftir þótt Íslendingar séu fjölmennari. Það hafa samt komið um 200 útlendingar á námskeið hjá mér. Matarbílar hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum, af hverju ekki súkkulaðibíll? spyr Halldór. „Ég lét sérhanna fyrir mig konfektmót með merki Íslands en ég vildi skapa mér ákveðna sérstöðu,“ segir Halldór. Súkkulaðibíllinn fer fljótlega á Skólavörðuholtið þar sem hann verður í vetur.Fallegir súkkulaðimolar með Íslands-merki.Halldór getur tekið 12 til 13 manns á hvert námskeið. Með honum í vetur verður nýútskrifaður konditor, Hrafnhildur Anna. Hann segist vera með eigin útfærslu á því að tempra súkkulaði sem er bæði einföld og þægileg. „Ég hannaði þetta fyrir leikmenn svo allir geta gert þetta,“ segir Halldór sem hvetur konur til að fara í konditornám. „Það þarf að fjölga í þessari grein,“ segir Halldór sem á von á að mikið verði að gera í súkkulaðinu fyrir jólin. Sjá má meðfylgjandi myndband af því hvernig hann temprar súkkulaðið og fleira á Facebook-síðunni Konfektnámskeið Halldórs.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira