„Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 08:58 Frétt DV frá 21. nóvember 2003 þar sem greint er frá dómsniðurstöðu yfir lögreglumanninum fyrrverandi. Timarit.is „Ég er ekki ein, ég er búin að sjá það núna, það eru fleiri þarna úti,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir en hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi mágs síns sem er fyrrverandi lögreglumaður. Anna Signý var aðeins 12 ára gömul þegar ofbeldið hófst en hún var í einlægu viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. „Ég bókstaflega brotnaði niður þegar ég komst að því að þetta væri hann. Ég trúði þessu ekki,“ segir Anna Signý um viðbrögð sín þegar hún komst að því að maðurinn sem braut gegn henni hafði fengið uppreist æru árið 2010. Hún segir að með því að veita barnaníðingi uppreist æru er verið að segja að hann sé með hreinan skjöld, það sé verið að segja að hann hafi ekki gert neitt rangt. Eins og það sé búið að þurrka dóminn hans útMaðurinn var sakfelldur í Hæstarétti þann 20. nóvember árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru allar tengdar honum fjölskylduböndum. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Ég trúi þessu varla enn. Ég trúi því ekki að hann hafi fengið uppreist æru árið 2010 og það eru sjö ár og ég hafði ekki hugmynd. Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út.“ Með umsögn sinni um uppreist æru sendi maðurinn sjö meðmælabréf. Anna Signý segir að maðurinn hafi aldrei iðrast gjörða sinna og hefur haldið fram sakleysi sínu, einnig sagt að stúlkurnar þrjár væru að ljúga upp á hann. Hún segir að það særi sig og valdi henni vanlíðan að vita að hann sé nú kominn með hreinan skjöld. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í vikunni segir í dómnum að framburður stúlknanna hafi verið talinn trúverðugur. Maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn þremur stúlkum, þar af tveimur margsinnis þegar þær voru á aldrinum 11 til 16 ára. Þriðja stúlkan var 12 ára en hann neitaði allltaf sök.Sjá einnig: Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Loksins er verið að halda með fórnarlömbunumAnna Signý segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að lögunum verði breytt. Hún fagnmar því að umræðan um kynferðisbrot og uppreist æru séu svona áberandi í umræðunni í dag. „Loksins er verið að halda með okkur stelpunum, fórnarlömbunum. Ég í rauninni sagt varla trúði þessu og ég var bara svo glöð, að það sé verið að taka mark á þessu,“ Sjálf þorði hún ekki að stíga fram og segja frá fyrr en frænka hennar sagði frá kynferðisáreitni og Anna Signý var spurð að því hvort hún hefði lent í slíku. „Það er tími til kominn að það sé talað um svona mál og það sé allt upp á borðum. Þöggunin er stærsta vopn gerandans og ég ætla að taka þetta vald til baka sem hann hafði yfir mér öll þessi ár,“ Uppreist æru Tengdar fréttir Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
„Ég er ekki ein, ég er búin að sjá það núna, það eru fleiri þarna úti,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir en hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi mágs síns sem er fyrrverandi lögreglumaður. Anna Signý var aðeins 12 ára gömul þegar ofbeldið hófst en hún var í einlægu viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. „Ég bókstaflega brotnaði niður þegar ég komst að því að þetta væri hann. Ég trúði þessu ekki,“ segir Anna Signý um viðbrögð sín þegar hún komst að því að maðurinn sem braut gegn henni hafði fengið uppreist æru árið 2010. Hún segir að með því að veita barnaníðingi uppreist æru er verið að segja að hann sé með hreinan skjöld, það sé verið að segja að hann hafi ekki gert neitt rangt. Eins og það sé búið að þurrka dóminn hans útMaðurinn var sakfelldur í Hæstarétti þann 20. nóvember árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru allar tengdar honum fjölskylduböndum. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Ég trúi þessu varla enn. Ég trúi því ekki að hann hafi fengið uppreist æru árið 2010 og það eru sjö ár og ég hafði ekki hugmynd. Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út.“ Með umsögn sinni um uppreist æru sendi maðurinn sjö meðmælabréf. Anna Signý segir að maðurinn hafi aldrei iðrast gjörða sinna og hefur haldið fram sakleysi sínu, einnig sagt að stúlkurnar þrjár væru að ljúga upp á hann. Hún segir að það særi sig og valdi henni vanlíðan að vita að hann sé nú kominn með hreinan skjöld. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í vikunni segir í dómnum að framburður stúlknanna hafi verið talinn trúverðugur. Maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn þremur stúlkum, þar af tveimur margsinnis þegar þær voru á aldrinum 11 til 16 ára. Þriðja stúlkan var 12 ára en hann neitaði allltaf sök.Sjá einnig: Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Loksins er verið að halda með fórnarlömbunumAnna Signý segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að lögunum verði breytt. Hún fagnmar því að umræðan um kynferðisbrot og uppreist æru séu svona áberandi í umræðunni í dag. „Loksins er verið að halda með okkur stelpunum, fórnarlömbunum. Ég í rauninni sagt varla trúði þessu og ég var bara svo glöð, að það sé verið að taka mark á þessu,“ Sjálf þorði hún ekki að stíga fram og segja frá fyrr en frænka hennar sagði frá kynferðisáreitni og Anna Signý var spurð að því hvort hún hefði lent í slíku. „Það er tími til kominn að það sé talað um svona mál og það sé allt upp á borðum. Þöggunin er stærsta vopn gerandans og ég ætla að taka þetta vald til baka sem hann hafði yfir mér öll þessi ár,“
Uppreist æru Tengdar fréttir Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00