Guðni bað fólk um að hafa varann á Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2017 12:43 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í pontu í Háskólabíói í dag. Youtube Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti aldarafmæli Viðskiptaráðs Íslands í Háskólabíói rétt í þessu. Áður en hann setti viðburðinn lagði hann fram óskaráð sitt þess efnis að viðskiptalífið myndi afla með réttu, gæta með visku og veita með mildi. Í ávarpi sínu minntist Guðni á að fyrir áratug virtist ósköp bjart yfir íslensku viðskiptalífi. En dramb væri falli næst, því ári síðar skall á með bankahruni og varð árið 2007 að táknmynd sinnuleysis og gorgeirs. Guðni sagði íslenskt viðskiptalíf eiga að draga lærdóm af þessari reynslu og að stefna ætti saman að enn betra samfélagi þar sem hlúð er að þeim sem eiga á brattan að sækja, samfélagi þar sem menntun, heilbrigði, jafnræði sé að leiðarljósi sem og friður, réttlæti og fegurð. Guðni minntist rithöfundarins Sigurðar Pálssonar og las upp ljóð úr bókinni Ljóð muna rödd: Hvað sem hver segir byggir friður á réttlæti Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins Já gefðu mér rödd gefðu mér spámannsrödd til að bera fegurðinni vitni Gefðu mér rödd til að bera réttlætinu vitni Guðni sagði þetta ljóð vera boðskap um fagra framtíð, hin raunverulegu gildi lífsins. „Megi fagrar framtíðar vonir rætast,“ sagði Guðni en hann rifjaði einnig upp nýlega ræðu Sigurðar sem sagði aðgang að fortíðinni eiga að vera stökkpall inn í framtíðina. Sá sem hefur lifandi aðgang að fortíðinni sé betur til þess fallinn að ráða við framtíðina. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta djúp sannindi,“ sagði sagnfræðingurinn Guðni.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum sem var í beinni útsendingu á Vísi. Tengdar fréttir Bein útsending: Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Co, heldur fyrirlestur í Háskólabíó. Forseti Íslands heldur sömuleiðis ávarp. 21. september 2017 11:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti aldarafmæli Viðskiptaráðs Íslands í Háskólabíói rétt í þessu. Áður en hann setti viðburðinn lagði hann fram óskaráð sitt þess efnis að viðskiptalífið myndi afla með réttu, gæta með visku og veita með mildi. Í ávarpi sínu minntist Guðni á að fyrir áratug virtist ósköp bjart yfir íslensku viðskiptalífi. En dramb væri falli næst, því ári síðar skall á með bankahruni og varð árið 2007 að táknmynd sinnuleysis og gorgeirs. Guðni sagði íslenskt viðskiptalíf eiga að draga lærdóm af þessari reynslu og að stefna ætti saman að enn betra samfélagi þar sem hlúð er að þeim sem eiga á brattan að sækja, samfélagi þar sem menntun, heilbrigði, jafnræði sé að leiðarljósi sem og friður, réttlæti og fegurð. Guðni minntist rithöfundarins Sigurðar Pálssonar og las upp ljóð úr bókinni Ljóð muna rödd: Hvað sem hver segir byggir friður á réttlæti Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins Já gefðu mér rödd gefðu mér spámannsrödd til að bera fegurðinni vitni Gefðu mér rödd til að bera réttlætinu vitni Guðni sagði þetta ljóð vera boðskap um fagra framtíð, hin raunverulegu gildi lífsins. „Megi fagrar framtíðar vonir rætast,“ sagði Guðni en hann rifjaði einnig upp nýlega ræðu Sigurðar sem sagði aðgang að fortíðinni eiga að vera stökkpall inn í framtíðina. Sá sem hefur lifandi aðgang að fortíðinni sé betur til þess fallinn að ráða við framtíðina. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta djúp sannindi,“ sagði sagnfræðingurinn Guðni.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum sem var í beinni útsendingu á Vísi.
Tengdar fréttir Bein útsending: Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Co, heldur fyrirlestur í Háskólabíó. Forseti Íslands heldur sömuleiðis ávarp. 21. september 2017 11:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Bein útsending: Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Co, heldur fyrirlestur í Háskólabíó. Forseti Íslands heldur sömuleiðis ávarp. 21. september 2017 11:45