Ítalski framherjinn Simone Zaza fór á kostum þegar Valencia vann 5-0 sigur á Malága í spænsku úrvalsdeildinni í gær.
Zaza var lánaður til West Ham á síðasta tímabili en gerði engar rósir með Hömrunum. Hann lék 11 leiki fyrir West Ham og mistókst að skora.
Zaza yfirgaf West Ham í janúar og gekk í raðir Valencia þar sem hann hefur fundið sig betur.
Zaza var í miklum ham gegn Malága í gær og skoraði þrennu á níu mínútum. Hann er núna kominn með fjögur mörk á tímabilinu og er næstmarkahæstur í spænsku úrvalsdeildinni.
Valencia situr í 3. sæti deildarinnar með níu stig.
Gat ekki skorað fyrir West Ham en gerði þrennu á níu mínútum í gær
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn