Handbolti

Seinni bylgjan: Holtakjúklingur, dýfur og umferðakeilur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er ekki bara alvaran sem ræður lögum og lofum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.

Tómas Þór Þórðarson hefur undir höndunum gullkistu handboltaaugnablika, og fann hann stórskemmtilegt brot frá 1997.

Þar er Valtýr Björn Valtýsson að stjórna þætti á Sýn og fær til sín tvo leikmenn Aftureldingar sem rífa upp gítarinn og syngja lofsöng til Holta kjúklings.

Myndir tala betur en þúsund orð, og þetta stórskemmtilega brot má sjá hér að ofan.

Í þættinum er einnig fasti liðurinn Hætt'essu. Í þetta skipti var tekin fyrir dýfa Egidijus Mikalonis, umferðarkeilur á Selfossi og margt fleira.

Innslagið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×