Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra ætlar að ganga til liðs við nýjan flokk Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi hefur þó ekki tekið ákvörðun um það hvort hann verði sjálfur í framboði fyrir flokkinn í alþingiskosningunum í lok október.
Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn.
Sjá: Gunnar Bragi segir sig úr Framsóknarflokknum
Gunnar Bragi, sem sóst hafði eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi, segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í flokknum. Það hafi ekki verið ákvörðun Sigmundar Davíðs um að segja sig úr flokknum sem hafi ekki gert útslagið.
Þá segist hann ekki vera búin að taka ákvörðun um það hvort hann ætli að bjóða sig fram fyrir Miðflokkinn.
„Ég ætla að aðstoða Sigmund eins mikið og ég get í þessari kosningabaráttu. Ég mun hjálpa Sigmundi ef ég get. Ég veit fyrir hvað hann stendur,“ segir Gunnar Bragi.
Gunnar Bragi ætlar að aðstoða Sigmund Davíð í kosningabaráttunni
Tengdar fréttir

Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga
Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir.

Gunnar Bragi búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum Framsóknarflokksins
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt.

Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum.