Gylfi: Getum ekki beðið eftir að fara til Rússlands Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2017 21:26 Gylfi Þór Sigurðsson, lagði upp eitt mark og skoraði annað, í 2-0 sigri Íslands á Kósóvó. Sigurinn gerði það að verkum að Ísland tryggði sig inn á HM í Rússlandi 2018. „Ég veit það ekki. Þetta er geggjað. Frábært að við stóðumst pressuna. Það er erfitt að lýsa þessu og þetta er eitthvað sem okkur er búið að dreyma um síðan maður var lítill krakki,“ sagði Gylfi Þór í samtali við Vísi. „Það var mikið af fólki sem hélt að við værum búnir eftir EM, að við myndum hrynja niður og myndum ekki ná sama árangri. Það gerir þetta enn sætara að ná að sýna að við erum meiri karakterarar en bara eitt stórmót. Að vera leiðinni núna á HM er rosalegt." Þegar Gylfi var beðinn um að bera saman EM og HM segir hann að þetta sé vitaskuld ögn stærra. „Þetta er mikið stærra. Nú spilum við bestu lönd í heiminum, mikið stærri keppni og þetta er næstum því eins stórt og þetta gerist. HM er toppurinn og það verður erfitt að toppa þetta.“ Hann segir að leikurinn í kvöld hafi ekkert verið sérstakur, en liðið gerði það sem þurfti. „Það fór mikið púst í leikinn gegn Tyrklandi. Langt ferðalag, spennan og eftirvæntingin fyrir leik tekur á, en ég held aðv ið höfum sýnt þolinmæði. Þetta var ekkert sérstakur leikur, en við skoruðum í fyrri hálfleik og vörðumst síðustu fimm mínúturnar.“ „Síðan gerðum við það eiginlega sama í síðari hálfleik, við vorum ekki að taka neina sénsa þrátt fyrir að við höfum fengið fullt af færum. Ég held að við höfum lært af Kazakstan leiknum síðast.“ „Ég held að síðustu fjögur til fimm ár, síðan Lars og Heimir tóku við, þá hefur mikið gengið upp. Við höfum verið að spila stóra leiki, sérstaklega í þessari keppni.“ „Síðustu tveir leikir hafa verið úrslitaleikir fyrir okkur, en við sýnum það sérstaklega upp á síðkastið að við getum staðist þessa pressu, sérstaklega á klárum varnarleik.“ Framundan eru spurningar um fótboltahallirnar, þjálfarana á Íslandi og fleira. Gylfi er spenntur. „Þetta verður endurtekning á EM. Það fer allt af stað núna, en þetta verður gaman og við getum ekki beðið eftir að fara til Rússlands," sagði Gylfi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10 Heimir sýndi engin viðbrögð þegar Gylfi skoraði Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ætlar að halda ró sinni í kvöld þegar strákarnir hans fá tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn. 9. október 2017 19:31 Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36 Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Guðni Bergsson: Ekki vekja mig Formaður KSÍ var orðlaus eftir leikinn í kvöld 9. október 2017 20:54 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, lagði upp eitt mark og skoraði annað, í 2-0 sigri Íslands á Kósóvó. Sigurinn gerði það að verkum að Ísland tryggði sig inn á HM í Rússlandi 2018. „Ég veit það ekki. Þetta er geggjað. Frábært að við stóðumst pressuna. Það er erfitt að lýsa þessu og þetta er eitthvað sem okkur er búið að dreyma um síðan maður var lítill krakki,“ sagði Gylfi Þór í samtali við Vísi. „Það var mikið af fólki sem hélt að við værum búnir eftir EM, að við myndum hrynja niður og myndum ekki ná sama árangri. Það gerir þetta enn sætara að ná að sýna að við erum meiri karakterarar en bara eitt stórmót. Að vera leiðinni núna á HM er rosalegt." Þegar Gylfi var beðinn um að bera saman EM og HM segir hann að þetta sé vitaskuld ögn stærra. „Þetta er mikið stærra. Nú spilum við bestu lönd í heiminum, mikið stærri keppni og þetta er næstum því eins stórt og þetta gerist. HM er toppurinn og það verður erfitt að toppa þetta.“ Hann segir að leikurinn í kvöld hafi ekkert verið sérstakur, en liðið gerði það sem þurfti. „Það fór mikið púst í leikinn gegn Tyrklandi. Langt ferðalag, spennan og eftirvæntingin fyrir leik tekur á, en ég held aðv ið höfum sýnt þolinmæði. Þetta var ekkert sérstakur leikur, en við skoruðum í fyrri hálfleik og vörðumst síðustu fimm mínúturnar.“ „Síðan gerðum við það eiginlega sama í síðari hálfleik, við vorum ekki að taka neina sénsa þrátt fyrir að við höfum fengið fullt af færum. Ég held að við höfum lært af Kazakstan leiknum síðast.“ „Ég held að síðustu fjögur til fimm ár, síðan Lars og Heimir tóku við, þá hefur mikið gengið upp. Við höfum verið að spila stóra leiki, sérstaklega í þessari keppni.“ „Síðustu tveir leikir hafa verið úrslitaleikir fyrir okkur, en við sýnum það sérstaklega upp á síðkastið að við getum staðist þessa pressu, sérstaklega á klárum varnarleik.“ Framundan eru spurningar um fótboltahallirnar, þjálfarana á Íslandi og fleira. Gylfi er spenntur. „Þetta verður endurtekning á EM. Það fer allt af stað núna, en þetta verður gaman og við getum ekki beðið eftir að fara til Rússlands," sagði Gylfi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10 Heimir sýndi engin viðbrögð þegar Gylfi skoraði Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ætlar að halda ró sinni í kvöld þegar strákarnir hans fá tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn. 9. október 2017 19:31 Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36 Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Guðni Bergsson: Ekki vekja mig Formaður KSÍ var orðlaus eftir leikinn í kvöld 9. október 2017 20:54 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Sjá meira
Kaleo sendir landsliðinu kveðju Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. 9. október 2017 19:10
Heimir sýndi engin viðbrögð þegar Gylfi skoraði Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ætlar að halda ró sinni í kvöld þegar strákarnir hans fá tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn. 9. október 2017 19:31
Twitter í hálfleik: „Burtu með þennan flugvöll og reisum styttu af Gylfa“ Ísland er 1-0 yfir gegn Kósóvó á Laugardalsvelli, en með sigri er Ísland á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018. 9. október 2017 19:36
Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. 9. október 2017 21:08
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46