Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld 9. október 2017 21:08 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í kvöld. Vísir/Eyþór Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum en íslenska liðið spilaði yfirvegað og af mikilli skynsemi í kvöld. Íslenska liðið átti mjög góðan leik, í heild sinni, en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Vísi. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Jóhann Berg sem var líka frábær í kvöld. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þurfti lítið að verja annan leikinn í röð enda varnarleikur liðsins búinn að vera frábær. Mjög traustur í teignum og lenti í engum vandræðum á rennblautum vellinum. Sparkaði vel.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Varðist vel en hefði mátt vera beittari fram á við.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu að vanda og gekk frá turninum í framlínu Kósóvó manna eins og honum einum er lagið. Skilaði boltanum vel frá sér.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Samstarf hans og Kára frábært að vanda. Nokkur lykilstopp í teignum þegar gestirnir ógnuðu eitthvað.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var mjög fastur fyrir og lét gestina finna til tevatnsins. Fyrirgjafirnar ekkert sérstakar en tæklaði vel og varðist vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Frábær leikur hjá Jóa Berg sem spilaði sinn besta leik frá því í Bern. Var virkilega sókndjarfur, lék á menn hægri vinstri og skoraði gott mark.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Fyrirliðinn afskaplega traustur og yfirvegaður inn á miðjunni að vanda. Átti sérstaklega góðan dag þegar kom að sendingum, sérstaklega lengri sendingum fram völlinn sem komu sóknum af stað.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikilvæga markið sem braut ísinn og “bossaði” svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 8 Tók frábærlega við bolta inn á miðjunni og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Góður að finna menn í hlaup á kantinum og vinnur mikið af boltum til baka.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Átti misjafnan leik í kvöld en var duglegur að vanda. Hefði mátt gera meira framr á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mjög vinnusamur en kom ekki alveg jafnmikið út úr því og í Tyrklandi. Var skipt út af snemma í seinni hálfleik.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 61. mínútu) 7 Hélt bolta vel og tengdi vel við Gylfa frammi þar sem plássi var orðið aðeins meira. Sinnti varnarvinnu vel.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 79. mínútu) - Spilaði ekki nóg HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum en íslenska liðið spilaði yfirvegað og af mikilli skynsemi í kvöld. Íslenska liðið átti mjög góðan leik, í heild sinni, en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Vísi. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Jóhann Berg sem var líka frábær í kvöld. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þurfti lítið að verja annan leikinn í röð enda varnarleikur liðsins búinn að vera frábær. Mjög traustur í teignum og lenti í engum vandræðum á rennblautum vellinum. Sparkaði vel.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Varðist vel en hefði mátt vera beittari fram á við.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu að vanda og gekk frá turninum í framlínu Kósóvó manna eins og honum einum er lagið. Skilaði boltanum vel frá sér.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Samstarf hans og Kára frábært að vanda. Nokkur lykilstopp í teignum þegar gestirnir ógnuðu eitthvað.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var mjög fastur fyrir og lét gestina finna til tevatnsins. Fyrirgjafirnar ekkert sérstakar en tæklaði vel og varðist vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Frábær leikur hjá Jóa Berg sem spilaði sinn besta leik frá því í Bern. Var virkilega sókndjarfur, lék á menn hægri vinstri og skoraði gott mark.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Fyrirliðinn afskaplega traustur og yfirvegaður inn á miðjunni að vanda. Átti sérstaklega góðan dag þegar kom að sendingum, sérstaklega lengri sendingum fram völlinn sem komu sóknum af stað.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikilvæga markið sem braut ísinn og “bossaði” svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 8 Tók frábærlega við bolta inn á miðjunni og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Góður að finna menn í hlaup á kantinum og vinnur mikið af boltum til baka.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Átti misjafnan leik í kvöld en var duglegur að vanda. Hefði mátt gera meira framr á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mjög vinnusamur en kom ekki alveg jafnmikið út úr því og í Tyrklandi. Var skipt út af snemma í seinni hálfleik.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 61. mínútu) 7 Hélt bolta vel og tengdi vel við Gylfa frammi þar sem plássi var orðið aðeins meira. Sinnti varnarvinnu vel.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 79. mínútu) - Spilaði ekki nóg
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Sjá meira