Leikurinn hefst klukkan 18.45 og munum við fylgjast vel með hér á Vísi þar sem blaðamenn og ljósmyndarar eru mættir.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins eru líka farnir að streyma í Laugardalinn enda búið að opna stuðningsmannasvæðið fyrir framan stúkuna.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, er niður í Laugardal og náði þessum myndum af stemmningunni sem eru hér fyrir neðan.






