Heimir gerir eina breytingu en Emil Hallfreðsson kemur inn fyrir Alfreð Finnbogason. Eyjamaðurinn því að þétta raðirnar á miðjunni og færir þannig Gylfa framar og þar með nær markinu. Þessi uppstilling virkaði frábærlega á móti Úkraínu en þar skoraði Gylfi bæði mörkin.
Emil fékk gult spjald í leiknum á móti Úkraínu og var því í leikbanni gegn Tyrklandi ytra á föstudaginn. Hann kemur beint aftur inn í liðið eftir leikbann. Allir eru leikfærir nema Björn Bergmann Sigurðarson sem getur ekki tekið þátt í leiknum í kvöld vegna meiðsla.
Með sigri í kvöld kemst íslenska landsliðið beint á HM og er því til mikils að vinna en fyrri leik Íslands og Kósóvó lauk með 2-1 sigri okkar manna á útivelli.
