Fótbolti

Kane betri en Shearer og Rooney

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kane skoraði af vítapunktinum í gær
Kane skoraði af vítapunktinum í gær vísir/getty
Framherjinn Harry Kane hefur skorað í öllum leikjum Englands þegar hann hefur borið fyrirliðabandið.

Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate segir Kane vera besta framherja sem hann hefur spilað með eða þjálfað.

Kane skoraði sigurmark Englands gegn Litháen í gær.

„Ég efast aldrei um að hann hitti á markið úr góðu færi, og það er alltaf séns á að hann skori. Við erum mjög heppin að hafa hann,“ sagði Southgate.

Kane hefur nú skorað 43 mörk á þessu ári fyrir England og Tottenham. Hann hefur spilað 23 landsleiki fyrir England á ferlinum og skorað í þeim 12 mörk.

„Ég gæti ekki verið ánægðari með hvernig hann hefur leitt liðið, bæði inni á vellinum og utan. Ég veit að allir vilja að ég nefni fyrirliða, en ég vil taka mér minn tíma,“ sagði Southgate, en Kane hefur fengið að bera bandið síðan Wayne Rooney hætti í landsliðinu fyrr á árinu.


Tengdar fréttir

Harry Kane tryggði Englandi sigur

Englendingar fóru í heimsókn til Litháen í síðustu umferð F-riðils í undankeppni HM 2018 en Englendingar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í Rússlandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×