Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2017 06:30 Lokaundirbúningurinn. Íslensku strákarnir æfðu í gær í síðasta sinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á Laugardalsvellinum. vísir/ernir Klukkan 18.45 í kvöld flautar austurríski dómarinn Harald Lechner til leiks í leik Íslands og Kósovó í undankeppni HM 2018. Þetta er síðasti leikur Íslendinga í undankeppninni og með sigri í honum tryggja strákarnir okkar sér farseðilinn til Rússlands. Líkurnar eru okkar mönnum í hag en Ísland hefur ekki tapað í síðustu 12 keppnisleikjum á Laugardalsvelli; unnið níu og gert þrjú jafntefli. Eftir vonbrigðin í Tampere, þar sem íslenska liðið tapaði fyrir því finnska, hafa Íslendingar risið upp á afturlappirnar og komið sér í draumastöðu með tveimur sigrum á Úkraínu og Tyrklandi. Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn í kvöld, að frátöldum Birni Bergmann Sigurðarsyni sem er meiddur. Heimir Hallgrímsson segir að íslenska liðið komi vel undan leiknum í Tyrklandi á föstudaginn. „Það segjast allir vera tilbúnir. Það væri skrítinn íþróttamaður sem myndi ekki vilja spila þennan leik,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn íslenska liðsins séu komnir niður á jörðina eftir sigurinn frábæra í Eskisehir á föstudaginn.Íslensku strákarnir eru vel stemmdir fyrir leikinn í kvöld.vísir/ernirÞýðir ekki að vera í skýjunum „Auðvitað var þetta skemmtilegur og góður leikur en menn vita mikilvægi þessa leiks og við höfum talað um það frá upphafi að þetta myndi ráðast í síðasta leik; að hann yrði úrslitaleikur sem hann og er. Það gera sér allir grein fyrir því að það þýðir ekki að vera uppi í skýjunum að spila þennan úrslitaleik,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að íslenska liðið hafi horft inn á við eftir tapið gegn Finnum og lagt áherslu á grunngildin sem hafa fleytt Íslendingum langt á undanförnum árum. „Við lærðum af leiknum úti gegn Finnum, þegar við ætluðum okkur aðeins of mikið og fengum það í andlitið. Það fer oft þannig þegar menn fara að hugsa um eitthvað annað en þeir eiga að gera. Við lærðum heilmikið af þessum Finnaleik og kannski verður það bara það besta fyrir okkur, að hafa tapað þeim leik,“ sagði Heimir.Einbeiting og agi „Við núllstilltum okkur fyrir þessa tvo leiki og fórum aftur í grunngildin okkar. Það hefur sést svo um munar fyrir hvað við stöndum. Þótt liðið sem við erum að fara að spila við sé í neðsta sæti spilum við alltaf best þegar við spilum á okkar grunngildum. Við þurfum að vera mjög einbeittir og agaðir.“ Þótt Kósovó sé á botni I-riðils með einungis eitt stig er ýmislegt í liðið spunnið eins og Ísland fékk að kynnast í fyrri leiknum. Íslendingar unnu þá torsóttan 1-2 sigur með mörkum Gylfa Þórs Sigurðssonar og Björns Bergmanns. Heimir talar af mikilli virðingu um lið Kósovó sem er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni. Hann hefur sérstaklega hrifist af starfi Alberts Bunjaki sem stýrir Kósovó í síðasta sinn í kvöld.Úr fyrri leik Íslands og Kósovó.vísir/gettyMetum þá ekki út frá stöðunni „Þetta er lið sem þú vanmetur ekki. Ég ætla að nýta tækifærið til að hrósa þjálfaranum sem þurfti í upphafi þessarar keppni að taka saman leikmenn sem hafa aldrei spilað saman. Hann hefur ekki bara búið til sterkari og sterkari liðsheild heldur er hann á sama tíma að finna hvaða leikmenn eru þeir bestu. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt að fylgjast með hversu hratt og vel hann hefur búið til gott lið,“ sagði Heimir. „Ef við tökum bara þrjá síðustu leiki töpuðu þeir 1-0 fyrir Króötum og Finnum og svo síðast 2-0 fyrir Úkraínumönnum í mjög jöfnum leik. Það er enginn hjá okkur að fara að vanmeta þá. Við metum þá ekki út frá því hvaða stöðu þeir eru í, heldur út frá því að við höfum horft á alla leikina þeirra og lagt mikið í að leikgreina þá. Við berum mikla virðingu fyrir þeim.“Möguleiki á breytingum Heimir gerði tvær breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum. En á hann von á því að gera breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn mikilvæga í kvöld? „Það má alltaf eiga von á því,“ sagði Heimir og brosti í kampinn. „Það er erfitt að taka menn út úr byrjunarliðinu eftir jafn góðan leik og á móti Tyrkjum. En við erum með stóran og breiðan hóp og það er alveg líklegt að byrjunarliðið breytist.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00 Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38 Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01 Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13 Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00 Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00 Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45 Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00 Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Klukkan 18.45 í kvöld flautar austurríski dómarinn Harald Lechner til leiks í leik Íslands og Kósovó í undankeppni HM 2018. Þetta er síðasti leikur Íslendinga í undankeppninni og með sigri í honum tryggja strákarnir okkar sér farseðilinn til Rússlands. Líkurnar eru okkar mönnum í hag en Ísland hefur ekki tapað í síðustu 12 keppnisleikjum á Laugardalsvelli; unnið níu og gert þrjú jafntefli. Eftir vonbrigðin í Tampere, þar sem íslenska liðið tapaði fyrir því finnska, hafa Íslendingar risið upp á afturlappirnar og komið sér í draumastöðu með tveimur sigrum á Úkraínu og Tyrklandi. Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn í kvöld, að frátöldum Birni Bergmann Sigurðarsyni sem er meiddur. Heimir Hallgrímsson segir að íslenska liðið komi vel undan leiknum í Tyrklandi á föstudaginn. „Það segjast allir vera tilbúnir. Það væri skrítinn íþróttamaður sem myndi ekki vilja spila þennan leik,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn íslenska liðsins séu komnir niður á jörðina eftir sigurinn frábæra í Eskisehir á föstudaginn.Íslensku strákarnir eru vel stemmdir fyrir leikinn í kvöld.vísir/ernirÞýðir ekki að vera í skýjunum „Auðvitað var þetta skemmtilegur og góður leikur en menn vita mikilvægi þessa leiks og við höfum talað um það frá upphafi að þetta myndi ráðast í síðasta leik; að hann yrði úrslitaleikur sem hann og er. Það gera sér allir grein fyrir því að það þýðir ekki að vera uppi í skýjunum að spila þennan úrslitaleik,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að íslenska liðið hafi horft inn á við eftir tapið gegn Finnum og lagt áherslu á grunngildin sem hafa fleytt Íslendingum langt á undanförnum árum. „Við lærðum af leiknum úti gegn Finnum, þegar við ætluðum okkur aðeins of mikið og fengum það í andlitið. Það fer oft þannig þegar menn fara að hugsa um eitthvað annað en þeir eiga að gera. Við lærðum heilmikið af þessum Finnaleik og kannski verður það bara það besta fyrir okkur, að hafa tapað þeim leik,“ sagði Heimir.Einbeiting og agi „Við núllstilltum okkur fyrir þessa tvo leiki og fórum aftur í grunngildin okkar. Það hefur sést svo um munar fyrir hvað við stöndum. Þótt liðið sem við erum að fara að spila við sé í neðsta sæti spilum við alltaf best þegar við spilum á okkar grunngildum. Við þurfum að vera mjög einbeittir og agaðir.“ Þótt Kósovó sé á botni I-riðils með einungis eitt stig er ýmislegt í liðið spunnið eins og Ísland fékk að kynnast í fyrri leiknum. Íslendingar unnu þá torsóttan 1-2 sigur með mörkum Gylfa Þórs Sigurðssonar og Björns Bergmanns. Heimir talar af mikilli virðingu um lið Kósovó sem er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni. Hann hefur sérstaklega hrifist af starfi Alberts Bunjaki sem stýrir Kósovó í síðasta sinn í kvöld.Úr fyrri leik Íslands og Kósovó.vísir/gettyMetum þá ekki út frá stöðunni „Þetta er lið sem þú vanmetur ekki. Ég ætla að nýta tækifærið til að hrósa þjálfaranum sem þurfti í upphafi þessarar keppni að taka saman leikmenn sem hafa aldrei spilað saman. Hann hefur ekki bara búið til sterkari og sterkari liðsheild heldur er hann á sama tíma að finna hvaða leikmenn eru þeir bestu. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt að fylgjast með hversu hratt og vel hann hefur búið til gott lið,“ sagði Heimir. „Ef við tökum bara þrjá síðustu leiki töpuðu þeir 1-0 fyrir Króötum og Finnum og svo síðast 2-0 fyrir Úkraínumönnum í mjög jöfnum leik. Það er enginn hjá okkur að fara að vanmeta þá. Við metum þá ekki út frá því hvaða stöðu þeir eru í, heldur út frá því að við höfum horft á alla leikina þeirra og lagt mikið í að leikgreina þá. Við berum mikla virðingu fyrir þeim.“Möguleiki á breytingum Heimir gerði tvær breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum. En á hann von á því að gera breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn mikilvæga í kvöld? „Það má alltaf eiga von á því,“ sagði Heimir og brosti í kampinn. „Það er erfitt að taka menn út úr byrjunarliðinu eftir jafn góðan leik og á móti Tyrkjum. En við erum með stóran og breiðan hóp og það er alveg líklegt að byrjunarliðið breytist.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00 Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38 Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01 Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13 Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00 Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00 Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45 Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00 Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00
Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38
Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01
Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13
Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00
Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00
Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45
Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00
Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30