Þrýst á May að birta skjal um afturköllun á útgöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2017 06:00 Allt gekk á afturfótunum hjá Theresu May á landsþinginu. vísir/epa Undanfarna daga hefur verið þrýst á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að gera opinbert lagalegt minnisblað varðandi mögulega afturköllun á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Ólga vegna útgöngunnar fer vaxandi í kjölfar frétta þess efnis að samningaviðræður við sambandið gangi illa. Talið er að innihald minnisblaðsins sé á þann veg að ríkisstjórn Bretlands geti hætt við útgöngu fyrir mars 2019 ef þingmenn telja að það þjóni hagsmunum landsins best. Minnisblaðið var gert af mörgum af lögfróðustu mönnum landsins. Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hafa samningaviðræður staðið yfir milli Breta og ESB. Lítið hefur þokast í þeim. Ríkisstjórn landsins hefur staðið hörð á því að Bretar verði að taka þeim samningi sem býðst, þó hann sé slæmur, eða þá sætta sig við engan samning. Stór fyrirtæki í landinu eru uggandi yfir stöðunni og sömuleiðis stór hluti þingmanna. Hafa einhverjir notað orðið „kamikaze“ yfir nálgun stjórnarinnar en orðið var notað yfir sjálfsvígsflugmenn Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Frammistaða forsætisráðherrans á landsþingi Íhaldsflokksins í liðinni viku var ekki til að bæta úr skák en þar gekk flest á afturfótunum. Deilurnar virðast hafa áhrif á ríkisstjórnina því hávær orðrómur er uppi um að sæti ýmissa ráðherra séu í hættu vegna þessa. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi er utanríkisráðherrann Boris Johnson sem sakaður var um að hafa grafið undan May í aðdraganda landsfundarins. Staðan hafði neikvæð áhrif á gengi pundsins í liðinni viku en það féll um þrjú prósentustig. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið þrýst á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að gera opinbert lagalegt minnisblað varðandi mögulega afturköllun á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Ólga vegna útgöngunnar fer vaxandi í kjölfar frétta þess efnis að samningaviðræður við sambandið gangi illa. Talið er að innihald minnisblaðsins sé á þann veg að ríkisstjórn Bretlands geti hætt við útgöngu fyrir mars 2019 ef þingmenn telja að það þjóni hagsmunum landsins best. Minnisblaðið var gert af mörgum af lögfróðustu mönnum landsins. Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hafa samningaviðræður staðið yfir milli Breta og ESB. Lítið hefur þokast í þeim. Ríkisstjórn landsins hefur staðið hörð á því að Bretar verði að taka þeim samningi sem býðst, þó hann sé slæmur, eða þá sætta sig við engan samning. Stór fyrirtæki í landinu eru uggandi yfir stöðunni og sömuleiðis stór hluti þingmanna. Hafa einhverjir notað orðið „kamikaze“ yfir nálgun stjórnarinnar en orðið var notað yfir sjálfsvígsflugmenn Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Frammistaða forsætisráðherrans á landsþingi Íhaldsflokksins í liðinni viku var ekki til að bæta úr skák en þar gekk flest á afturfótunum. Deilurnar virðast hafa áhrif á ríkisstjórnina því hávær orðrómur er uppi um að sæti ýmissa ráðherra séu í hættu vegna þessa. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi er utanríkisráðherrann Boris Johnson sem sakaður var um að hafa grafið undan May í aðdraganda landsfundarins. Staðan hafði neikvæð áhrif á gengi pundsins í liðinni viku en það féll um þrjú prósentustig.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17
May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44
May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06