Haukar í Dominos-deild karla í körfubolta hafa skipt um Kana strax eftir fyrstu umferðina, en Roger Woods hefur verið látinn fara.
Hann þótti ekki standa undir væntingjum og segir í tilkynningu frá Haukum að vinna við að finna arftaka hans hafi staðið yfir í nokkrar vikur.
Woods þótti ekki leggja nægilega mikið á sig á æfingum og þótti slakur varnarmaður. Haukar hafa fundið arftaka hans.
Paul Jones er nýjasti leikmaður Hauka, en hann er fæddur 1989. Hann spilaði með Western Washington í NCAA1, en Paul hefur spilað í Kýpur, Ísrael, Grikklandi og Mexikó. Paul er vængspilari (þristur) og getur leyst nokkrar leikstöður á vellinum en hann er 1.94 cm að hæð.
Í Grikklandi spilaði hann með lið Trikala í efstu deildinni þar í landi og var liðsfélagi Hörðs Axels, landsliðsmanns.
Paul kemur til landsins á þriðjudag, en hann getur því spilað með Haukum gegn Grindavík á fimmtudag.
