Bjarki Þór Pálsson, atvinnubardagakappi, tryggði sér í gær Evrópumeistaratitil Fightstar bardagasambandsins, en Bjarki bar sigurorð gegn Quamer Hussain.
Fightstar bardagasambandið er ört vaxandi bardagasamband í Evrópu, en Bjarki vann loturnar þrjár með miklum yfirburðum. Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína.
Flestir telja því að Bjarki hafi þaran stigið stórt skref í átt að stærri bardagasambandi, en fróðlegt verður að fylgjast með framgangi hans innan greinarinnar.
Um 70 Íslendingar voru í Höllinni í gær, en keppt var í London. Fleiri Íslendingar voru einnig við keppni, en úrslitin í þeim bardögum voru ekki eins afgerandi.
Björn Þorleifsson vann Nazir Saddique á 30 sekúndum, Þorgrímur Þórarinsson tapaði á stigumg egn Dalius Sulga, BjarkI Pétursson tapaði gegn Norbet Novenyi og Magnús Ingvi Ingvarsson tapaði sínum fyrsta bardaga.
