Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun.
Þar fóru þeir yfir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni HM 2018 og með sigri í honum tryggir íslenska liðið sér farseðilinn til Rússlands.
Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur.
Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
