Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins 6. október 2017 20:42 Jón Daði var ótrúlegur í kvöld. vísir/eyþór Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. Íslenska liðið átti frábæran leik, í heild sinni, en Jón Daði Böðvarsson var valinn maður leiksins af Vísi. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn. Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Þurfi ekki að verja mikið en var svakalega öruggur í öllum sínum aðgerðum og réði ríkjum í teignum. Flottur í loftinu og sparkaði vel. Varði einu sinni stórkostlega.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 9 Fór ekki mikið fyrir honum í sóknarleiknum en varðist að vanda virkilega vel.Kári Árnason, miðvörður 9 Virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Heimi að setja Kára aftur inn. Yfirvegun, reynsla og pakkaði saman turnunum frammi há Tyrkjum með Ragga. Bætti svo um betur og skoraði mark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Samvinna hans og Kára algjörlega mögnuð. Framherjar Tyrkja lítur út eins og byrjendur í höndunum á Ragga og Kára.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 9 Traustur í vinstri bakverðinum og losaði boltann vel frá sér. Hæð hans nýtist vel í uppstilltum sóknaratriðum eins og sást í fyrsta marki Íslands.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Var áræðinn fram á við í fyrri hálfleik, gaf góðar sendingar og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í mótsleik fjögur ár. Hrikalega duglegur og flottur að verjast.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Svona ekta leikur frá fyrirliðanum. Sat bara fyrir framan vörnina og borðaði allt sem kom inn á hans svæði léttilega. Skilaði boltanum svo frábærlega frá sér. Tekinn snemma út af vegna meiðsla.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Frábær á miðjunni með Aroni eins og alltaf. Þeim leið vel að vera komnir aftur saman tveir á miðjuna. Geggjaðar spyrnur og hljóp úr sér lungun eins og alltaf.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Byrjaði ekki vel með nokkrar lélegar sendingar en vann á. Bjargaði tvisvar frábærlega í teignum og skoraði gott mark.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Kom ekki mikið við sögu í fyrri hálfleik en tók vel á móti boltanum og færði ró yfir spilið þegar að hann fékk boltann.Jón Daði Böðvarsson, framherji 10 - maður leiksins Vinnuhesturinn magnaði átti sinn besta landsleik. Hljóp úr sér lifur og lungu, pressaði á frábæran hátt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Algjörlega mögnuð frammistaða.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason 7 - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 65. mínútu) Skilaði sínu.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 78. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 82. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. Íslenska liðið átti frábæran leik, í heild sinni, en Jón Daði Böðvarsson var valinn maður leiksins af Vísi. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn. Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Þurfi ekki að verja mikið en var svakalega öruggur í öllum sínum aðgerðum og réði ríkjum í teignum. Flottur í loftinu og sparkaði vel. Varði einu sinni stórkostlega.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 9 Fór ekki mikið fyrir honum í sóknarleiknum en varðist að vanda virkilega vel.Kári Árnason, miðvörður 9 Virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Heimi að setja Kára aftur inn. Yfirvegun, reynsla og pakkaði saman turnunum frammi há Tyrkjum með Ragga. Bætti svo um betur og skoraði mark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Samvinna hans og Kára algjörlega mögnuð. Framherjar Tyrkja lítur út eins og byrjendur í höndunum á Ragga og Kára.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 9 Traustur í vinstri bakverðinum og losaði boltann vel frá sér. Hæð hans nýtist vel í uppstilltum sóknaratriðum eins og sást í fyrsta marki Íslands.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Var áræðinn fram á við í fyrri hálfleik, gaf góðar sendingar og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í mótsleik fjögur ár. Hrikalega duglegur og flottur að verjast.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Svona ekta leikur frá fyrirliðanum. Sat bara fyrir framan vörnina og borðaði allt sem kom inn á hans svæði léttilega. Skilaði boltanum svo frábærlega frá sér. Tekinn snemma út af vegna meiðsla.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Frábær á miðjunni með Aroni eins og alltaf. Þeim leið vel að vera komnir aftur saman tveir á miðjuna. Geggjaðar spyrnur og hljóp úr sér lungun eins og alltaf.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Byrjaði ekki vel með nokkrar lélegar sendingar en vann á. Bjargaði tvisvar frábærlega í teignum og skoraði gott mark.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Kom ekki mikið við sögu í fyrri hálfleik en tók vel á móti boltanum og færði ró yfir spilið þegar að hann fékk boltann.Jón Daði Böðvarsson, framherji 10 - maður leiksins Vinnuhesturinn magnaði átti sinn besta landsleik. Hljóp úr sér lifur og lungu, pressaði á frábæran hátt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Algjörlega mögnuð frammistaða.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason 7 - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 65. mínútu) Skilaði sínu.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 78. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 82. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira