Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins 6. október 2017 20:42 Jón Daði var ótrúlegur í kvöld. vísir/eyþór Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. Íslenska liðið átti frábæran leik, í heild sinni, en Jón Daði Böðvarsson var valinn maður leiksins af Vísi. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn. Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Þurfi ekki að verja mikið en var svakalega öruggur í öllum sínum aðgerðum og réði ríkjum í teignum. Flottur í loftinu og sparkaði vel. Varði einu sinni stórkostlega.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 9 Fór ekki mikið fyrir honum í sóknarleiknum en varðist að vanda virkilega vel.Kári Árnason, miðvörður 9 Virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Heimi að setja Kára aftur inn. Yfirvegun, reynsla og pakkaði saman turnunum frammi há Tyrkjum með Ragga. Bætti svo um betur og skoraði mark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Samvinna hans og Kára algjörlega mögnuð. Framherjar Tyrkja lítur út eins og byrjendur í höndunum á Ragga og Kára.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 9 Traustur í vinstri bakverðinum og losaði boltann vel frá sér. Hæð hans nýtist vel í uppstilltum sóknaratriðum eins og sást í fyrsta marki Íslands.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Var áræðinn fram á við í fyrri hálfleik, gaf góðar sendingar og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í mótsleik fjögur ár. Hrikalega duglegur og flottur að verjast.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Svona ekta leikur frá fyrirliðanum. Sat bara fyrir framan vörnina og borðaði allt sem kom inn á hans svæði léttilega. Skilaði boltanum svo frábærlega frá sér. Tekinn snemma út af vegna meiðsla.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Frábær á miðjunni með Aroni eins og alltaf. Þeim leið vel að vera komnir aftur saman tveir á miðjuna. Geggjaðar spyrnur og hljóp úr sér lungun eins og alltaf.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Byrjaði ekki vel með nokkrar lélegar sendingar en vann á. Bjargaði tvisvar frábærlega í teignum og skoraði gott mark.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Kom ekki mikið við sögu í fyrri hálfleik en tók vel á móti boltanum og færði ró yfir spilið þegar að hann fékk boltann.Jón Daði Böðvarsson, framherji 10 - maður leiksins Vinnuhesturinn magnaði átti sinn besta landsleik. Hljóp úr sér lifur og lungu, pressaði á frábæran hátt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Algjörlega mögnuð frammistaða.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason 7 - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 65. mínútu) Skilaði sínu.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 78. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 82. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. Íslenska liðið átti frábæran leik, í heild sinni, en Jón Daði Böðvarsson var valinn maður leiksins af Vísi. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn. Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Þurfi ekki að verja mikið en var svakalega öruggur í öllum sínum aðgerðum og réði ríkjum í teignum. Flottur í loftinu og sparkaði vel. Varði einu sinni stórkostlega.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 9 Fór ekki mikið fyrir honum í sóknarleiknum en varðist að vanda virkilega vel.Kári Árnason, miðvörður 9 Virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Heimi að setja Kára aftur inn. Yfirvegun, reynsla og pakkaði saman turnunum frammi há Tyrkjum með Ragga. Bætti svo um betur og skoraði mark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Samvinna hans og Kára algjörlega mögnuð. Framherjar Tyrkja lítur út eins og byrjendur í höndunum á Ragga og Kára.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 9 Traustur í vinstri bakverðinum og losaði boltann vel frá sér. Hæð hans nýtist vel í uppstilltum sóknaratriðum eins og sást í fyrsta marki Íslands.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Var áræðinn fram á við í fyrri hálfleik, gaf góðar sendingar og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í mótsleik fjögur ár. Hrikalega duglegur og flottur að verjast.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Svona ekta leikur frá fyrirliðanum. Sat bara fyrir framan vörnina og borðaði allt sem kom inn á hans svæði léttilega. Skilaði boltanum svo frábærlega frá sér. Tekinn snemma út af vegna meiðsla.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Frábær á miðjunni með Aroni eins og alltaf. Þeim leið vel að vera komnir aftur saman tveir á miðjuna. Geggjaðar spyrnur og hljóp úr sér lungun eins og alltaf.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Byrjaði ekki vel með nokkrar lélegar sendingar en vann á. Bjargaði tvisvar frábærlega í teignum og skoraði gott mark.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Kom ekki mikið við sögu í fyrri hálfleik en tók vel á móti boltanum og færði ró yfir spilið þegar að hann fékk boltann.Jón Daði Böðvarsson, framherji 10 - maður leiksins Vinnuhesturinn magnaði átti sinn besta landsleik. Hljóp úr sér lifur og lungu, pressaði á frábæran hátt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Algjörlega mögnuð frammistaða.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason 7 - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 65. mínútu) Skilaði sínu.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 78. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 82. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Sjá meira