Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 15:06 Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa þann 1. júlí en henni var frestað. Hún hófst síðan í morgun. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Lögmaður þeirra, Eva B. Helgadóttir, sendi bréf til Umhverfisstofnunar í lok september vegna áskorunar sem stofnunin sendi landeigendum í júní en stofnunin telur gjaldtökuna ólögmæta. Skorað var á þá að láta af fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðinu að viðlögðum dagsektum en í bréfi lögmannsins til Umhverfisstofnunar segir að forsvarsmenn H-fossa ehf. telji stjórnsýslu stofnunarinnar vegna málsins ekki standast meginreglur stjórnsýsluréttar að neinu leyti. Þá telja þeir að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. „Þetta er skrýtin stjórnsýsla hjá Umhverfisstofnun. Stjórnvöld verða að fara eftir þeim reglum sem um þau gilda og byggja ákvarðanir sínar á lögum og skýrum lagaheimildum. Þarna sendir Umhverfisstofnun einhverja áskorun á Kristján Guðlaugsson, sem vissulega er forsvarsmaður í H-fossum, en þessi áskorun beinist ekki einu sinni að réttum, löglegum aðila. Þetta getur ekki verið gild stjórnsýsluákvörðun,“ segir Eva í samtali við Vísi. Eva segir að Umhverfisstofnun geti ákveðið að friðlýsa landsvæði en þar með eigi stofnunin landsvæðið þó ekki og geti ekki farið fram eins og eigandi eða hafi yfir þeim einhvern yfirráðarétt. Það sé eitt að friðlýsa svæði og annað að taka land eignarnámi. „Ég er að fara fram á það fyrir hönd minna umbjóðenda að Umhverfisstofnun sjái að sér og viðurkenni það að þeir hafi ekkert um það að segja hvort það verði gjald rukkað af þessu eða ekki. Ef þeir telja sig hafa eitthvað um það að segja þá verði þeir að taka ákvörðun eftir lögformlegum leiðum og í samræmi við lögin,“ segir Eva. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Lögmaður þeirra, Eva B. Helgadóttir, sendi bréf til Umhverfisstofnunar í lok september vegna áskorunar sem stofnunin sendi landeigendum í júní en stofnunin telur gjaldtökuna ólögmæta. Skorað var á þá að láta af fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðinu að viðlögðum dagsektum en í bréfi lögmannsins til Umhverfisstofnunar segir að forsvarsmenn H-fossa ehf. telji stjórnsýslu stofnunarinnar vegna málsins ekki standast meginreglur stjórnsýsluréttar að neinu leyti. Þá telja þeir að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. „Þetta er skrýtin stjórnsýsla hjá Umhverfisstofnun. Stjórnvöld verða að fara eftir þeim reglum sem um þau gilda og byggja ákvarðanir sínar á lögum og skýrum lagaheimildum. Þarna sendir Umhverfisstofnun einhverja áskorun á Kristján Guðlaugsson, sem vissulega er forsvarsmaður í H-fossum, en þessi áskorun beinist ekki einu sinni að réttum, löglegum aðila. Þetta getur ekki verið gild stjórnsýsluákvörðun,“ segir Eva í samtali við Vísi. Eva segir að Umhverfisstofnun geti ákveðið að friðlýsa landsvæði en þar með eigi stofnunin landsvæðið þó ekki og geti ekki farið fram eins og eigandi eða hafi yfir þeim einhvern yfirráðarétt. Það sé eitt að friðlýsa svæði og annað að taka land eignarnámi. „Ég er að fara fram á það fyrir hönd minna umbjóðenda að Umhverfisstofnun sjái að sér og viðurkenni það að þeir hafi ekkert um það að segja hvort það verði gjald rukkað af þessu eða ekki. Ef þeir telja sig hafa eitthvað um það að segja þá verði þeir að taka ákvörðun eftir lögformlegum leiðum og í samræmi við lögin,“ segir Eva.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20