Fótbolti

Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir

Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson.
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson. vísir/getty
Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld.

Leikurinn er sá næst síðasti í undankeppninni en með sex stigum í síðustu tveimur leikjunum tryggir íslenska liðið sér að minnsta kosti sæti í umspili um farseðil á HM í Rússlandi á næsta ári.

Ísland vann Tyrkland, 2-0, í fyrri leik liðanna á Laugardalsvellinum en þegar liðin mættust síðast í Tyrklandi fyrir tveimur árum unnu heimamenn, 1-0.

Hér að neðan má sjá beinu textalýsinguna frá blaðamanni Vísis í Eskisehir.


Tengdar fréttir

Skrítið að hafa Kára ekki við hliðina á mér

Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir mikil gæði hjá Íslandi og það sýni sig með því að liðið er enn þá að gera góða hluti eftir að liðið komst á EM 2016. Honum fannst skrítið að spila ekki með Kára Árnasyni á móti Úkraínu í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×