Sjálfbærni í ferðaþjónustunni er möguleg og nauðsynleg Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2017 19:00 Aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir vel hægt að ná sjálfbærni í ferðaþjónustunni og það sé eina leiðin áfram að ferðaþjónustan setji sér slíkt markmið. Ferðabyltingin væri ein af þremur megin umbreytingum þessarar aldar sem auki skilning þjóða á milli. Sjálfbærni í alþjóðlegri ferðaþjónustu var til umræðu á Ferðamálaþingi Ferðamálastofu í Hörpu í dag. Dr. Taleb Rifai aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að í fyrra hefði 1,1 milljarður manna ferðast yfir landamæri í heiminum og áætlað væri að 1,8 milljarður gerði það árið 2030. Þennan mikla fjölda þarf að flytja mislangar leiðir með flugvélum, skipum, lestum og bílum og gæta að áhrifum þessa fjölda á þau lönd og svæði sem ferðamennirnir heimsæktu. Engu að síður væri hægt að koma á sjálfbærni í ferðaþjónustunni. Öll lönd þyrftu að huga að þeim fjölda sem tekið væri á móti og væru flest að gera það. „Ísland er að hefja nýtt tímabil í ferðaþjónustunni. Lausnin er stjórnun. Vönduð, upplýst og sjálfbær stjórnun. Slík stjórn snýst ekki um að vera hræddur við vöxt eða tölur. Þvert á móti. Það ber að fagna fjölgun og nota þá orku sem henni fylgir til að styrkja betur og fjármagna möguleika okkar til að stýra fjöldanum betur,“ segir Dr. Rifai. Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði við HÍ tekur undir þetta. Stýra verði álagi og flæði í ferðamennskunni. „Hingað til hefur vöxturinn verið mjög hraður. Allt of hraður að mínu áliti. Það hefur vantað jafnvægið. Við þurfum að skipta um gír. Við þurfum að leggja áherslu á gæði umfram magn,“ segir Rannveig. Skoða þurfi heildarmyndina og þar með umhverfiskostnaðinn sem hljótist af ferðamennskunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála spurði í sínu erindi hvort hvort ferðaþjónustan hefði gleypt Ísland og taldi svo ekki vera. Hún tók undir með ferðamaálaráðherra sem í erindi sínu sagði að ýmislegt hefði verið gert til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar að undanförnu. Guðrún Þóra sagði að ferðaþjónusta væri ekki bara viðskipti heldur einnig menningarstraumur. „Við verðum að taka ákvarðanir. Við þurfum að vera við stjórnvölinn. Það erum við sem stýrum því hvers konar ferðaþjónustu við viljum hafa. En ekki eltast við eða vera gleypt af einhverju afli sem við teljum okkur ekki hafa stjórn á. Því ferðaþjónusta er mannanna verk og við getum stýrt hvernig hún byggist upp,“ sagði Guðrún Þóra. Á Ferðamálaþinginu voru alþjóðlegur siðareglur Sameinuðu þjóðanna fyrir ferðaþjónustuna undirritaðar af þeim Helgu Árnadóttur fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir vel hægt að ná sjálfbærni í ferðaþjónustunni og það sé eina leiðin áfram að ferðaþjónustan setji sér slíkt markmið. Ferðabyltingin væri ein af þremur megin umbreytingum þessarar aldar sem auki skilning þjóða á milli. Sjálfbærni í alþjóðlegri ferðaþjónustu var til umræðu á Ferðamálaþingi Ferðamálastofu í Hörpu í dag. Dr. Taleb Rifai aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að í fyrra hefði 1,1 milljarður manna ferðast yfir landamæri í heiminum og áætlað væri að 1,8 milljarður gerði það árið 2030. Þennan mikla fjölda þarf að flytja mislangar leiðir með flugvélum, skipum, lestum og bílum og gæta að áhrifum þessa fjölda á þau lönd og svæði sem ferðamennirnir heimsæktu. Engu að síður væri hægt að koma á sjálfbærni í ferðaþjónustunni. Öll lönd þyrftu að huga að þeim fjölda sem tekið væri á móti og væru flest að gera það. „Ísland er að hefja nýtt tímabil í ferðaþjónustunni. Lausnin er stjórnun. Vönduð, upplýst og sjálfbær stjórnun. Slík stjórn snýst ekki um að vera hræddur við vöxt eða tölur. Þvert á móti. Það ber að fagna fjölgun og nota þá orku sem henni fylgir til að styrkja betur og fjármagna möguleika okkar til að stýra fjöldanum betur,“ segir Dr. Rifai. Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði við HÍ tekur undir þetta. Stýra verði álagi og flæði í ferðamennskunni. „Hingað til hefur vöxturinn verið mjög hraður. Allt of hraður að mínu áliti. Það hefur vantað jafnvægið. Við þurfum að skipta um gír. Við þurfum að leggja áherslu á gæði umfram magn,“ segir Rannveig. Skoða þurfi heildarmyndina og þar með umhverfiskostnaðinn sem hljótist af ferðamennskunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála spurði í sínu erindi hvort hvort ferðaþjónustan hefði gleypt Ísland og taldi svo ekki vera. Hún tók undir með ferðamaálaráðherra sem í erindi sínu sagði að ýmislegt hefði verið gert til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar að undanförnu. Guðrún Þóra sagði að ferðaþjónusta væri ekki bara viðskipti heldur einnig menningarstraumur. „Við verðum að taka ákvarðanir. Við þurfum að vera við stjórnvölinn. Það erum við sem stýrum því hvers konar ferðaþjónustu við viljum hafa. En ekki eltast við eða vera gleypt af einhverju afli sem við teljum okkur ekki hafa stjórn á. Því ferðaþjónusta er mannanna verk og við getum stýrt hvernig hún byggist upp,“ sagði Guðrún Þóra. Á Ferðamálaþinginu voru alþjóðlegur siðareglur Sameinuðu þjóðanna fyrir ferðaþjónustuna undirritaðar af þeim Helgu Árnadóttur fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira