Það getur tengst því að karlmenn eru farnir að vera með meira á sér dagsdaglea en bara veski, síma og lykla sem komast léttilega í buxnavasana. Skjöl, fartölva og mögulega iPad á skilið fallega tösku. Svo eru líka minni gerðir eins og mittistaska sem hefur verið vinsæl undanfarið fyrir bæði kynin og rúmar vel þessa nauðsynjarhluti.
Í okkar vikulega innslagi í Brennslunni á FM957 fórum við yfir töskur fyrir karlmenn og lofuðum góðum innblæstri fyrir karlmenn sem íhuga töskukaup.
Hér eru nokkrir smekkmenn og töskurnar þeirra.







