Fótbolti

Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessi mynd er tekinn inn á Central leikvanginum í Yekaterinburg.
Þessi mynd er tekinn inn á Central leikvanginum í Yekaterinburg. Vísir/Getty
Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó.

Fjórir leikir í úrslitakeppninni í Rússlandi næsta sumar fara fram á Central leikvanginum í Yekaterinburg.

Komist íslenska liðið á HM þá gæti möguleika einn leikur liðsins farið fram á þessum velli sem er ekki þessi klassíski HM-völlur.

Rússar fór nýstárlega leið við að undirbúa leikvanginn í Yekaterinburg fyrir HM.

Central-leikvangurinn í Yekaterinburg var byggður árið 1957 og hélt því upp á sextugsafmælið sitt í ár. FIFA sætti sig ekki við að völlurinn tæki undir 35 þúsund manns og til að fá grænt ljóst fyrir þennan völl þá þurftu heimamenn að stækka hann.

Til að stækka og bæta áhorfendaaðstöðuna á vellinum þá var farin sú leið að byggja nýjar stúkur fyrir aftan mörkin og fyrir utan völlinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×