Áfram mótmælt og skellt í lás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2017 06:00 Mikið mannhaf mátti sjá á Háskólatorginu í Barcelona í gær og áttu margir þar erfitt með að komast leiðar sinnar. Allsherjarverkfall var í Katalóníu til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda síðustu daga. vísir/afp Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnudaginn. Þá fóru fram kosningar í héraðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnustöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitískum ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mótmælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmælendurnir á borða sem á stóð: „Hernámsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhaldandi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmælendur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmælenda einnig saman fyrir utan höfuðstöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barcelona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðisstofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýðræðinu með því að halda kosningarnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigdemont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfsstjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Katalóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnudaginn. Þá fóru fram kosningar í héraðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnustöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitískum ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mótmælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmælendurnir á borða sem á stóð: „Hernámsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhaldandi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmælendur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmælenda einnig saman fyrir utan höfuðstöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barcelona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðisstofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýðræðinu með því að halda kosningarnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigdemont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfsstjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Katalóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51
Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15