Westwood, sem er 76 ára gömul, sagði að fólk ætti að baða sig sjaldnar, og stökk kærasti fatahönnuðarins Andreas Kronthaler inn í viðtalið og sagði hana baða sig bara einu sinni í viku. „Þess vegna er hún svona geislandi,“ en hann bætti svo um betur og sagðist sjálfur ekki baða sig nema einu sinni í mánuði. Annað væri óþarfi.
Westwood hefur löngum verið þekkt fyrir að vera umhverfisverndarsinni mikill, og má því mögulega rekja þessar baðvenjur hennar til þessa. Hún sat meðal annars fyrir í auglýsingaherferð fyrir PETA þar sem hún útskýrði ákvörðun sína að verða grænmetisæta meðal annars til þess hvað kjötframleiðsla eyðir miklu vatni.
