General Motors stefnir á bensínlausa framtíð Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 22:39 Chevrolet Bolt, rafbíll frá General Motors. Einn af stærstu bílaframleiðendum í heimi, General Motors, hefur tilkynnt að fyrirtækið stefni hraðbyri að því að hætta framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Greint er frá því á vef Washington Post að Genaral Motors muni senda frá sér tvær gerðir af rafbílum á næsta ári og átján til viðbótar fyrir árið 2023. Fyrirtækið bauð fjölmiðlum til fundar fyrr í dag en þar sagði einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins að breytingin úr eldsneytisbílum í rafbíla muni taka tíma, en þetta sé stefnan sem fyrirtækið mun fylgja. „General Motors trúir á rafbílaframtíð,“ er haft eftir Mark Reuss á vef Washington Post. „Þrátt fyrir að eitthvað sé í það, þá er GM staðráðið í að auka notkun og samþykki fyrir rafknúnum ökutækjum.“Reuss er sagður hafa forðast að svara spurningum um hvenær nákvæmlega fyrirtækið mun láta af framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, en minntist á að fyrirtækið sé of stórt til að leggja mat á það að svo stöddu.General Motors var þriðji stærsti bílaframleiðandinn í heimi árið 2016, en það ár sló fyrirtækið eigið met með því að selja 10 milljónir ökutækja. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent
Einn af stærstu bílaframleiðendum í heimi, General Motors, hefur tilkynnt að fyrirtækið stefni hraðbyri að því að hætta framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Greint er frá því á vef Washington Post að Genaral Motors muni senda frá sér tvær gerðir af rafbílum á næsta ári og átján til viðbótar fyrir árið 2023. Fyrirtækið bauð fjölmiðlum til fundar fyrr í dag en þar sagði einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins að breytingin úr eldsneytisbílum í rafbíla muni taka tíma, en þetta sé stefnan sem fyrirtækið mun fylgja. „General Motors trúir á rafbílaframtíð,“ er haft eftir Mark Reuss á vef Washington Post. „Þrátt fyrir að eitthvað sé í það, þá er GM staðráðið í að auka notkun og samþykki fyrir rafknúnum ökutækjum.“Reuss er sagður hafa forðast að svara spurningum um hvenær nákvæmlega fyrirtækið mun láta af framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, en minntist á að fyrirtækið sé of stórt til að leggja mat á það að svo stöddu.General Motors var þriðji stærsti bílaframleiðandinn í heimi árið 2016, en það ár sló fyrirtækið eigið met með því að selja 10 milljónir ökutækja.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent