Evrópa ekki líkleg til stórræða í Katalóníu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. október 2017 06:00 Stúdentar mótmæltu lögregluofbeldi í Barcelona í gær. Framferði stjórnvalda í Madrid hefur verið mótmælt um alla Evrópu. Stjórnvöld í Katalóníu segjast enn vilja ná friðsamlegu samkomulagi við þau í Madrid. vísir/epa Ísland myndi ekki taka afstöðu til mögulegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu nema með aðkomu Alþingis, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og telur ekki æskilegt að starfsstjórn taki sjálfstæða afstöðu í málum eins og þessu, að svo stöddu. Aðspurð segir Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar, að nefndin hafi ekki komið saman vegna málsins.Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.vísir/gva„Evrópusambandið er aumingi og gerir ekki neitt og getur ekkert gert,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem hefur verið með annan fótinn á Spáni undanfarin ár. Jón er ekki bjartsýnn á framhaldið. Madrid hafi haft um tvær leiðir að velja. Annars vegar viðræður að siðaðra manna hætti eða valdbeitingu. „Nú eru þeir búnir að brenna brýr að baki sér með því að siga gömlu fasistalögreglunni á íbúa Katalóníu og þar með eru þeir búnir að eyðileggja sinn málstað og það má þakka fyrir ef þetta endar ekki í blóðugri borgarastyrjöld aftur.“ Jón segir nauðsynlegt að skilja sjálfstæðisþrá Katalóníumanna í sögulegu ljósi og bendir á að Spánverjar hafi aldrei gert tímabil fasismans upp, heldur hafi þeir haldið sig við sáttmála gleymskunnar. „Í honum fólst að láta hina dauðu grafa hina dauðu; gleyma fortíðinni og einblína bara á nýja framtíð lýðræðislegs Spánar.“ Jón segir þennan sáttmála vera að trosna upp núna. „Það er varla til sú fjölskylda á Spáni sem ekki hefur átt um sárt að binda vegna Franco, og PP [Þjóðarflokkurinn] er náttúrulega bara arftaki fasistanna,“ segir Jón og bætir við: „Lögreglan, kirkjan, herinn og landeigendaklíkan. Það er PP og þeir eru harðir á því að það má ekki opna grafir fortíðarinnar og þess vegna eru sárin ógróin.“ Jón Baldvin telur einu færu leiðina vera að alþjóðasamfélagið þrýsti á og beiti sér fyrir samningum og bendir á að að Evrópusambandið (ESB) var stofnað til að halda frið á stríðshrjáðu meginlandi Evrópu. „Þar af leiðir að ESB á auðvitað í ljósi þessa uppruna og eðlis bandalagsins að hlutast til um að koma á friði og samningum,“ segir Jón, en er ekki vongóður um að bandalagið beiti áhrifum sínum. „Þeir geta í besta falli boðist til að miðla málum. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafa döngun í sér til þess. Lögfræðingarnir munu segja nei, Spánn er fullgilt aðildarríki og það er engin miðstjórn í Evrópusambandinu sem hefur heimild til að blanda sér í málefni aðildarríkja. Valdamestu ríki Evrópusambandsins eru gömul nýlenduríki og ég á nú ekki von á að þau beiti sér fyrir milligöngu Evrópusambandsins í málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Ísland myndi ekki taka afstöðu til mögulegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu nema með aðkomu Alþingis, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og telur ekki æskilegt að starfsstjórn taki sjálfstæða afstöðu í málum eins og þessu, að svo stöddu. Aðspurð segir Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar, að nefndin hafi ekki komið saman vegna málsins.Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.vísir/gva„Evrópusambandið er aumingi og gerir ekki neitt og getur ekkert gert,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem hefur verið með annan fótinn á Spáni undanfarin ár. Jón er ekki bjartsýnn á framhaldið. Madrid hafi haft um tvær leiðir að velja. Annars vegar viðræður að siðaðra manna hætti eða valdbeitingu. „Nú eru þeir búnir að brenna brýr að baki sér með því að siga gömlu fasistalögreglunni á íbúa Katalóníu og þar með eru þeir búnir að eyðileggja sinn málstað og það má þakka fyrir ef þetta endar ekki í blóðugri borgarastyrjöld aftur.“ Jón segir nauðsynlegt að skilja sjálfstæðisþrá Katalóníumanna í sögulegu ljósi og bendir á að Spánverjar hafi aldrei gert tímabil fasismans upp, heldur hafi þeir haldið sig við sáttmála gleymskunnar. „Í honum fólst að láta hina dauðu grafa hina dauðu; gleyma fortíðinni og einblína bara á nýja framtíð lýðræðislegs Spánar.“ Jón segir þennan sáttmála vera að trosna upp núna. „Það er varla til sú fjölskylda á Spáni sem ekki hefur átt um sárt að binda vegna Franco, og PP [Þjóðarflokkurinn] er náttúrulega bara arftaki fasistanna,“ segir Jón og bætir við: „Lögreglan, kirkjan, herinn og landeigendaklíkan. Það er PP og þeir eru harðir á því að það má ekki opna grafir fortíðarinnar og þess vegna eru sárin ógróin.“ Jón Baldvin telur einu færu leiðina vera að alþjóðasamfélagið þrýsti á og beiti sér fyrir samningum og bendir á að að Evrópusambandið (ESB) var stofnað til að halda frið á stríðshrjáðu meginlandi Evrópu. „Þar af leiðir að ESB á auðvitað í ljósi þessa uppruna og eðlis bandalagsins að hlutast til um að koma á friði og samningum,“ segir Jón, en er ekki vongóður um að bandalagið beiti áhrifum sínum. „Þeir geta í besta falli boðist til að miðla málum. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafa döngun í sér til þess. Lögfræðingarnir munu segja nei, Spánn er fullgilt aðildarríki og það er engin miðstjórn í Evrópusambandinu sem hefur heimild til að blanda sér í málefni aðildarríkja. Valdamestu ríki Evrópusambandsins eru gömul nýlenduríki og ég á nú ekki von á að þau beiti sér fyrir milligöngu Evrópusambandsins í málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00
Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57