Guðmundur Þórarinsson skoraði annað marka Nörrköping í 0-2 sigri liðsins á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Jón Guðni Fjóluson var einnig í byrjunarliði Nörrköping en Alfons Samsted og Arnór Sigurðsson voru á bekknum.
Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason spiluðu allan leikinn fyrir Hammarby.
Haukur Heiðar Hauksson skoraði eitt marka AIK í 5-2 sigri gegn Elfsborg.
Mark Hauks kom á annari mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu Kristoffer Olsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í byrjunarliði Halmstad sem beið lægri hlut 2-0 gegn Malmö á útivelli.
Tryggva var skipt af velli á 70. mínútu fyrir Kosuke Kinoshita.
Kristinn Steindórsson lék allan leikinn fyrir Sundsvall sem steinlá fyrir Djurgården á heimavelli 0-5.
Kristinn Sigurðsson var ónótaður varamaður í leiknum.
Hjörtur Logi Valgarðsson sat allan leikinn á tréverkinu þegar Örebrö sigraði Kalmar 1-0.
Tvö íslensk mörk í Svíþjóð
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti
