„Óttarr Proppé er með baneitraðan og djarfan persónulegan stíl og ég sé ekki að hann hafi tónað hann neitt niður eftir að hann varð heilbrigðisráðherra, sem hann fær prik fyrir í mínum bókum. Ég kann vel að meta hvað hann er óhræddur við liti og hann er alveg að rokka haustlitapallettuna en mætti jafnvel bæta örfáum jökkum og rúllukrögum í safnið, svo hann sé ekki alltaf í sömu litunum.“
„Óttarr Proppé ber af með sínum frumleg- og smekklegheitum.“


„Hún styður vel við íslenska hönnun án þess að vera með hrosshársnælur eða þvíumlíkt.“
„Katrín Jakobsdóttir er smekkleg, afslöppuð en alltaf viðeigandi.“
„Þorgerður Katrín er alltaf smart, algjör töffari.“
„Bjarni Benediktsson er alltaf stílhreinn og passar upp á lúkkið. Aldrei „overdressed“, neglir einhvern veginn alltaf rétta lúkkið. Að mínu mati er hann klassa fyrir ofan aðra þegar kemur að klæðaburði.“

„Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir finnst mér vera best klædd því að hún er algjör töffari og er með allt á hreinu bæði í klæðaburði og mikilvægum málefnum.“
Aðrir sem fengu tískustig frá álitsgjöfumLogi Einarsson
Þorvaldur Þorvaldsson
Hildur Sverrisdóttir
Álitsgjafar: Margrét Erla Maack fjöllistakona, Sunna Sæmundsdóttir fréttakona, Jóhann Kristófer Stefánsson tónlistarmaður, Hilda Gunnarsdóttir fatahönnuður, Ólöf Rut verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð, Kjartan Atli Kjartansson útvarps- og sjónvarpsmaður, Karin Sveinsdóttir, tónlistarkona, Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður.