Vinnan á bak við stóru sigrana kostaði sitt en peningarnir komu margfalt til baka Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 11:30 Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu stóra sigra á árinu í undankeppni HM 2018 sem á endanum skilaði þeim farseðlinum til Rússlands á næsta ári þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Íslenska liðið vann öll liðin þrjú sem voru á EM á síðasta ári; Króatíu, Úkraínu og Tyrkland, í þessari röð og án þess að fá á sig mark. Króatar voru lagðir í Dalnum, 1-0, í júní og svo Úkraína í septepber, 2-0. Tyrkir fengu svo rassskell á sínum heimavelli, 3-0. Þessir sigrar voru engin tilviljun því Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti af stað gríðarlega vinnu í leikgreiningu á þessum þremur liðum sérstaklega fyrir Evrópumótið í Frakklandi. „Þetta hefur líka svolítinn aðdraganda því Freyr Alexandersson [landsliðsþjálfari kvenna og njósnari karlalandsliðsins] var að leikgreina fyrir okkur Úkraínu. Ég vil hrósa KSÍ fyrir að leyfa okkur að hafa hann úti í Frakklandi þar sem hann átti bara að einbeita sér að Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi af því að við vissum að við yrðum með þeim í riðli,“ segir Heimir Hallgrímsson í þættinum 1á1 með Gumma Ben sem verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.10 í kvöld. „Það skipti sköpum að hann var búinn að fylgjast með þesumm þremur liðum í tvö ár þegar kom að þessum leikjum. Hann var búinn að horfa á liðin tíu til tólf sinnum á vellinum og enn fleiri leiki á myndbandi.“ Úkraínumenn áttu ekki séns í strákana okkar sem lokuðu á allar sóknaraðgerðir þeirra. Þetta kom íslenska hópnum ekkert sérstaklega á óvart. „Munurinn á Tyrkjum og Úkraínu er sá að Úkraína er kerfisbundið sóknarlið. Það leitar mikið út á vængina og svo framvegis þannig það að þeir voru mjög auðlesnir,“ segir Heimir. „Þeir voru greinilega ekki með plan B því að við gátum lokað á þeirra styrkleika. Ég vil hrósa bæði Frey og einnig KSÍ fyrir að taka svona fagmannlega á málum. Þetta hefur kostað einhverja peninga en skilaði sér margfalt til baka,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir hittir naglann á höfuðið þar því KSÍ fær rúman milljarð fyrir þátttöku sína á HM fyrir utan aðra tekjumöguleika í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Brot úr viðtalinu var sýnt í Ísland í dag í gær en það má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu stóra sigra á árinu í undankeppni HM 2018 sem á endanum skilaði þeim farseðlinum til Rússlands á næsta ári þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Íslenska liðið vann öll liðin þrjú sem voru á EM á síðasta ári; Króatíu, Úkraínu og Tyrkland, í þessari röð og án þess að fá á sig mark. Króatar voru lagðir í Dalnum, 1-0, í júní og svo Úkraína í septepber, 2-0. Tyrkir fengu svo rassskell á sínum heimavelli, 3-0. Þessir sigrar voru engin tilviljun því Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti af stað gríðarlega vinnu í leikgreiningu á þessum þremur liðum sérstaklega fyrir Evrópumótið í Frakklandi. „Þetta hefur líka svolítinn aðdraganda því Freyr Alexandersson [landsliðsþjálfari kvenna og njósnari karlalandsliðsins] var að leikgreina fyrir okkur Úkraínu. Ég vil hrósa KSÍ fyrir að leyfa okkur að hafa hann úti í Frakklandi þar sem hann átti bara að einbeita sér að Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi af því að við vissum að við yrðum með þeim í riðli,“ segir Heimir Hallgrímsson í þættinum 1á1 með Gumma Ben sem verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.10 í kvöld. „Það skipti sköpum að hann var búinn að fylgjast með þesumm þremur liðum í tvö ár þegar kom að þessum leikjum. Hann var búinn að horfa á liðin tíu til tólf sinnum á vellinum og enn fleiri leiki á myndbandi.“ Úkraínumenn áttu ekki séns í strákana okkar sem lokuðu á allar sóknaraðgerðir þeirra. Þetta kom íslenska hópnum ekkert sérstaklega á óvart. „Munurinn á Tyrkjum og Úkraínu er sá að Úkraína er kerfisbundið sóknarlið. Það leitar mikið út á vængina og svo framvegis þannig það að þeir voru mjög auðlesnir,“ segir Heimir. „Þeir voru greinilega ekki með plan B því að við gátum lokað á þeirra styrkleika. Ég vil hrósa bæði Frey og einnig KSÍ fyrir að taka svona fagmannlega á málum. Þetta hefur kostað einhverja peninga en skilaði sér margfalt til baka,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir hittir naglann á höfuðið þar því KSÍ fær rúman milljarð fyrir þátttöku sína á HM fyrir utan aðra tekjumöguleika í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Brot úr viðtalinu var sýnt í Ísland í dag í gær en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Sjá meira
Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15