Möndlumjólk skilin frá dýramjólk í verslunum Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2017 06:00 Afurðir, sem ekki eru gerðar úr dýramjólk, má ekki kalla mjólk, jógúrt, smjör eða ost, segja Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. vísir/ernir Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) kvörtuðu til Neytendastofu vegna villandi hillumerkinga í íslenskum verslunum. Töldu samtökin beitt villandi viðskiptaháttum þar sem merkingar í hillu bentu til að um mjólkurafurðir væri að ræða sem sannarlega væru ekki búnar til úr mjólk. „Málið snýr að nokkrum vörum,“ segir Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM. „Til að mynda eins og möndlumjólk, sem er gerð úr möndlum og sannarlega ekki mjólk, sjáðu til, maður mjólkar ekki möndlur. Einnig er um að ræða ólífusmjör sem er ekki smjör heldur smjörlíki og einnig höfum við séð búðing, sem búinn er til úr haframjöli, merktan sem jógúrt.“ Í Evrópureglugerðum eru mjólkurafurðir varðar gegn því að menn noti heiti þeirra á vörur sem eru gerðar úr öðru en mjólk. Þær ESB-reglur hafa ekki verið innleiddar í íslensk lög að sögn Bjarna. Hins vegar eru til lög sem vernda neytendur fyrir blekkingum og villandi viðskiptaháttum. SAM hafi því kvartað á grundvelli þeirra laga. „Það hefur verið þannig að merkingar á tilteknum erlendum vörum hafa verið hárréttar. Hins vegar hafa merkingar á hillum í verslunum innanlands verið rangar. Því hafa ekki verið sömu vöruheiti á merkingum og á vörunum sjálfum. Á grunni þess bentum við Neytendastofu á það að hér sé um villandi viðskiptahætti að ræða,“ segir Bjarni. Á síðustu árum hefur nokkur fjölgun orðið í hópi þeirra sem neyta engra dýraafurða. Hafa því komið á markað, til að anna þeirri eftirspurn, vörur eins og möndlumjólk, haframjólk, sojamjólk og aðrar vörutegundir sem staðgenglar kúamjólkur. Bjarni segir Neytendastofu hafa tekið undir gagnrýni SAM á þessa viðskiptahætti og sent bréf til verslana í landinu. „Bónus hefur þegar brugðist mjög vel við og ætlar að leiðrétta hillumerkingar sínar. Þeir hjá Bónus eru sammála okkur um að þetta kemur mjólkurafurðum ekkert við,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) kvörtuðu til Neytendastofu vegna villandi hillumerkinga í íslenskum verslunum. Töldu samtökin beitt villandi viðskiptaháttum þar sem merkingar í hillu bentu til að um mjólkurafurðir væri að ræða sem sannarlega væru ekki búnar til úr mjólk. „Málið snýr að nokkrum vörum,“ segir Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM. „Til að mynda eins og möndlumjólk, sem er gerð úr möndlum og sannarlega ekki mjólk, sjáðu til, maður mjólkar ekki möndlur. Einnig er um að ræða ólífusmjör sem er ekki smjör heldur smjörlíki og einnig höfum við séð búðing, sem búinn er til úr haframjöli, merktan sem jógúrt.“ Í Evrópureglugerðum eru mjólkurafurðir varðar gegn því að menn noti heiti þeirra á vörur sem eru gerðar úr öðru en mjólk. Þær ESB-reglur hafa ekki verið innleiddar í íslensk lög að sögn Bjarna. Hins vegar eru til lög sem vernda neytendur fyrir blekkingum og villandi viðskiptaháttum. SAM hafi því kvartað á grundvelli þeirra laga. „Það hefur verið þannig að merkingar á tilteknum erlendum vörum hafa verið hárréttar. Hins vegar hafa merkingar á hillum í verslunum innanlands verið rangar. Því hafa ekki verið sömu vöruheiti á merkingum og á vörunum sjálfum. Á grunni þess bentum við Neytendastofu á það að hér sé um villandi viðskiptahætti að ræða,“ segir Bjarni. Á síðustu árum hefur nokkur fjölgun orðið í hópi þeirra sem neyta engra dýraafurða. Hafa því komið á markað, til að anna þeirri eftirspurn, vörur eins og möndlumjólk, haframjólk, sojamjólk og aðrar vörutegundir sem staðgenglar kúamjólkur. Bjarni segir Neytendastofu hafa tekið undir gagnrýni SAM á þessa viðskiptahætti og sent bréf til verslana í landinu. „Bónus hefur þegar brugðist mjög vel við og ætlar að leiðrétta hillumerkingar sínar. Þeir hjá Bónus eru sammála okkur um að þetta kemur mjólkurafurðum ekkert við,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira