Heilbrigðiskerfið ekki nógu samkeppnishæft Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2017 20:30 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á þeim innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í þetta í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi. „Starfsaldur hjúkrunarfræðinga fer hækkandi. Við erum ekki að fá þá alla til starfa sem útskrifast og við þurfum fleiri í þjónustuna. Bæði erum við að veita flóknari þjónustu, við erum að eldast, tækninni fer fram og það er svo margt svoleiðis sem líka hefur áhrif,“ segir Guðbjörg.Enn fremur segir hún þetta vera mjög stórt launamál. Tvö ár séu frá því að gerðardómur hafi verið settur á hjúkrunarfræðinga. Sömuleiðis skipti vinnuumhverfið mjög miklu máli. „Vinnuumhverfið, eins og við vitum, bara hér á Landspítalanum mætti vera betra og í rauninni alls annars staðar í kerfinu. Þannig að þetta skiptir máli. Við erum enn með 40 stunda vinnuviku á Íslandi fyrir fólk sem er að vinna þrískiptar vaktir og það sjáum við til dæmis ekki hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum og höfum ekki séð í mörg ár.“ Guðbjörg segir að ekki sé einungis verið að missa hjúkrunarfræðinga úr landi heldur einnig til annarra starfa. „Það er sorglegt, að við séum að mennta hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntunin er góð og gild og því er þetta eftirsóknarverðir starfskraftar. Það er í rauninni þannig að heilbrigðiskerfið er ekki nógu samkeppnishæft um þessa starfskrafta í dag,“ segir Guðbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á þeim innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í þetta í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi. „Starfsaldur hjúkrunarfræðinga fer hækkandi. Við erum ekki að fá þá alla til starfa sem útskrifast og við þurfum fleiri í þjónustuna. Bæði erum við að veita flóknari þjónustu, við erum að eldast, tækninni fer fram og það er svo margt svoleiðis sem líka hefur áhrif,“ segir Guðbjörg.Enn fremur segir hún þetta vera mjög stórt launamál. Tvö ár séu frá því að gerðardómur hafi verið settur á hjúkrunarfræðinga. Sömuleiðis skipti vinnuumhverfið mjög miklu máli. „Vinnuumhverfið, eins og við vitum, bara hér á Landspítalanum mætti vera betra og í rauninni alls annars staðar í kerfinu. Þannig að þetta skiptir máli. Við erum enn með 40 stunda vinnuviku á Íslandi fyrir fólk sem er að vinna þrískiptar vaktir og það sjáum við til dæmis ekki hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum og höfum ekki séð í mörg ár.“ Guðbjörg segir að ekki sé einungis verið að missa hjúkrunarfræðinga úr landi heldur einnig til annarra starfa. „Það er sorglegt, að við séum að mennta hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntunin er góð og gild og því er þetta eftirsóknarverðir starfskraftar. Það er í rauninni þannig að heilbrigðiskerfið er ekki nógu samkeppnishæft um þessa starfskrafta í dag,“ segir Guðbjörg.
Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira