Myndin heitir „Conor McGregor: Notorious“. Ekkert verið að flækja málin.
Í myndinni er fylgst með ævi Conors síðustu fjögur ár en uppgangur MMA-bardagakappans á þeim tíma er lyginni líkastur. Fór úr því að eiga ekki fyrir samloku í að vera ein stærsta íþróttastjarna heims.
Myndin verður frumsýnd viku fyrr í Dublin en ekki er vitað um hvort til standi að sýna myndina á Íslandi.
Hér að neðan má sjá kynningarstikluna fyrir myndina. Hún ætti að kveikja vel í flestum aðdáendum Írans skemmtilega.