Bananalýðveldi Frosti Logason skrifar 19. október 2017 07:00 Já, lesandi góður. Það er orðið staðfest. Við búum í bananalýðveldi. Samkvæmt skilgreiningu alfræðivefsins Wikipedia er hugtakið nýyrði um lýðveldi sem hafa haft tíð ríkisstjórnarskipti og er í dag notað frjálslega um lönd þar sem stjórnmál eru í reiðuleysi. Þá eru fréttir sem sagðar voru í vikunni af aðför Sýslumannsins í Reykjavík að frjálsri fjölmiðlun í landinu einnig klæðskerasniðnar að hugtakinu. Aðstæðurnar sem birtust okkur í kvöldfréttatíma mánudagsins voru eins og súrrealísk sena úr skáldsögu Kafka, þar sem skömmustulegir embættismenn létu eins og allt væri eðlilegt við komu þeirra á skrifstofur Stundarinnar. Ritstjóri blaðsins meinaði þeim inngöngu í vinnuaðstöðu blaðamanna, réttilega, en í staðinn varð uppákoman að allsherjar skrípaleik á kaffistofu blaðsins. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlum beri að gæta hagsmuna almennings og að einungis sé hægt að skerða tjáningarfrelsi þeirra ef sú skerðing sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Ekkert í fréttaflutningi Stundarinnar bendir til að blaðamenn hafi farið illa með viðkvæmar upplýsingar eða yfirhöfuð birt eitthvað sem ekki hafi átt brýnt erindi við almenning. Það var nákvæmlega ekkert tilefni til að fallast á lögbannskröfu þrotabús Glitnis. Nú nægir ekki að flagga skrúðmælgi um tjáningarfrelsi og mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum eða þegar stjórnmálamenn eru komnir upp að vegg. Nú þurfa stjórnvöld og dómstólar að taka þessi mál alvarlega. Þangað til það gerist verðum við ekkert annað en bananalýðveldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun
Já, lesandi góður. Það er orðið staðfest. Við búum í bananalýðveldi. Samkvæmt skilgreiningu alfræðivefsins Wikipedia er hugtakið nýyrði um lýðveldi sem hafa haft tíð ríkisstjórnarskipti og er í dag notað frjálslega um lönd þar sem stjórnmál eru í reiðuleysi. Þá eru fréttir sem sagðar voru í vikunni af aðför Sýslumannsins í Reykjavík að frjálsri fjölmiðlun í landinu einnig klæðskerasniðnar að hugtakinu. Aðstæðurnar sem birtust okkur í kvöldfréttatíma mánudagsins voru eins og súrrealísk sena úr skáldsögu Kafka, þar sem skömmustulegir embættismenn létu eins og allt væri eðlilegt við komu þeirra á skrifstofur Stundarinnar. Ritstjóri blaðsins meinaði þeim inngöngu í vinnuaðstöðu blaðamanna, réttilega, en í staðinn varð uppákoman að allsherjar skrípaleik á kaffistofu blaðsins. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlum beri að gæta hagsmuna almennings og að einungis sé hægt að skerða tjáningarfrelsi þeirra ef sú skerðing sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Ekkert í fréttaflutningi Stundarinnar bendir til að blaðamenn hafi farið illa með viðkvæmar upplýsingar eða yfirhöfuð birt eitthvað sem ekki hafi átt brýnt erindi við almenning. Það var nákvæmlega ekkert tilefni til að fallast á lögbannskröfu þrotabús Glitnis. Nú nægir ekki að flagga skrúðmælgi um tjáningarfrelsi og mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum eða þegar stjórnmálamenn eru komnir upp að vegg. Nú þurfa stjórnvöld og dómstólar að taka þessi mál alvarlega. Þangað til það gerist verðum við ekkert annað en bananalýðveldi.