Lena Headey grét vegna Harvey Weinstein Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 20:11 "Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ HBO Leikkonan Lena Headey, sem er hvað þekktust fyrir að leika Cersei Lannister í Game of Thrones, segist hafa grátið vegna Harvey Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. Headey sagði frá samskiptum sínum við Weinstein á Twitter í dag. Í tístum sínum segir Headey að hún hafi fyrst hitt Weinstein á kvikmyndahátíð í Feneyjum þar sem verið var að sýna Brothers Grimm og bætir við að á meðan tökum stóð hafi leikstjóri myndarinnar ítrekað níðst á henni. Hún segir Weinstein hafa beðið sig um að ganga með sér um skeið og hann hafi gefið eitthvað kynferðislegt í skyn. „Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ Þá segir hún að hún hafi stungið upp á því að þau færu til baka. Eftir það hafi hún aldrei fengið tilboð um að leika í annarri kvikmynd frá Miramax, fyrirtæki Weinstein bræðranna. Þau hittust aftur, árum seinna í Los Angeles. Headey segir að hún hafi verið staðráðin í því að leyfa Weinstein ekki að komast upp með neitt. Hún hafði trú á því að hann myndi virða mörk hennar og að mögulega vildi hann ræða eitthvað atvinnutengt á morgunverðarfundi þeirra. Í fyrstu ræddu þau eingöngu um kvikmyndir og kvikmyndagerð en hún segir Weinstein fljótt hafa spurt hana út í ástarlíf hennar. Hún hafi þó snúið samtalinu aftur að einhverju ópersónulegra. Skömmu seinna hafi hann beðið hana um að koma upp á hótelherbergi þar sem hann vildi sýna henni handrit að kvikmynd. „Við gengum að lyftunni og andrúmsloftið breyttist, allur líkami minn var í viðbragðsstöðu og lyftan var á uppleið. Ég sagði við Harvey: Ég hef ekki áhuga á öðru en vinnu, ekki halda að ég hafi komið með þér vegna annarrar ástæðu. Það er ekkert að fara að gerast.“ Headey segist ekki vita af hverju hún hafi fundið þörf til að segja þetta en hún hafi þurft þess. Þá hafi Weinstein orðið reiður og nánast ýtt henni að hurðinni að herbergi hans. Lykillinn hafi hins vegar ekki virkað og hann hafi dregið hana aftur niður og út, borgað fyrir bíl hennar og hvíslað að henni: „Ekki segja neinum frá þessu.“ „Ég settist upp í bíl og grét.“ pic.twitter.com/o1U06krn0q— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/QzS7EweJGe— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/VXzLNwT2yO— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/gX2cL6PyQN— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Leikkonan Lena Headey, sem er hvað þekktust fyrir að leika Cersei Lannister í Game of Thrones, segist hafa grátið vegna Harvey Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. Headey sagði frá samskiptum sínum við Weinstein á Twitter í dag. Í tístum sínum segir Headey að hún hafi fyrst hitt Weinstein á kvikmyndahátíð í Feneyjum þar sem verið var að sýna Brothers Grimm og bætir við að á meðan tökum stóð hafi leikstjóri myndarinnar ítrekað níðst á henni. Hún segir Weinstein hafa beðið sig um að ganga með sér um skeið og hann hafi gefið eitthvað kynferðislegt í skyn. „Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ Þá segir hún að hún hafi stungið upp á því að þau færu til baka. Eftir það hafi hún aldrei fengið tilboð um að leika í annarri kvikmynd frá Miramax, fyrirtæki Weinstein bræðranna. Þau hittust aftur, árum seinna í Los Angeles. Headey segir að hún hafi verið staðráðin í því að leyfa Weinstein ekki að komast upp með neitt. Hún hafði trú á því að hann myndi virða mörk hennar og að mögulega vildi hann ræða eitthvað atvinnutengt á morgunverðarfundi þeirra. Í fyrstu ræddu þau eingöngu um kvikmyndir og kvikmyndagerð en hún segir Weinstein fljótt hafa spurt hana út í ástarlíf hennar. Hún hafi þó snúið samtalinu aftur að einhverju ópersónulegra. Skömmu seinna hafi hann beðið hana um að koma upp á hótelherbergi þar sem hann vildi sýna henni handrit að kvikmynd. „Við gengum að lyftunni og andrúmsloftið breyttist, allur líkami minn var í viðbragðsstöðu og lyftan var á uppleið. Ég sagði við Harvey: Ég hef ekki áhuga á öðru en vinnu, ekki halda að ég hafi komið með þér vegna annarrar ástæðu. Það er ekkert að fara að gerast.“ Headey segist ekki vita af hverju hún hafi fundið þörf til að segja þetta en hún hafi þurft þess. Þá hafi Weinstein orðið reiður og nánast ýtt henni að hurðinni að herbergi hans. Lykillinn hafi hins vegar ekki virkað og hann hafi dregið hana aftur niður og út, borgað fyrir bíl hennar og hvíslað að henni: „Ekki segja neinum frá þessu.“ „Ég settist upp í bíl og grét.“ pic.twitter.com/o1U06krn0q— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/QzS7EweJGe— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/VXzLNwT2yO— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/gX2cL6PyQN— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira