Klárum verkið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 18. október 2017 07:00 Hagtölur benda til þess að ungt fólk sé í verri stöðu nú á Íslandi en áður. Atvinnutækifærin eru færri, launin eru lægri, eignamyndunin er minni og húsnæðisvandinn snertir öll heimili landsins. Hætta er á að börnin okkar leiti tækifæranna annars staðar frekar en hérlendis, ef ekkert er að gert. Húsnæðisvandinn er grafalvarlegt mál sem við verðum að finna lausn á. Bæta þarf aðgengi að fjármagni, fella niður afborganir námslána og auka framboð af íbúðum víðsvegar um landið.Svissneska leiðin Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. Hægt er að nýta hluta af lífeyrissjóði sem útborgun og þarf því ekki að greiða vexti til bankana inn á lán af þeirri fjárhæð. Þegar íbúðin er seld er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Það er bein fjárfesting til þeirra sem nýta. Lífeyrissjóðurinn er á fyrsta veðrétti og fær því allt sitt til baka. Leiðin skaðar auk þess ekki þá sem nýta sér ekki úrræðið. Þeirra iðgjald er enn inni í viðkomandi lífeyrissjóði og hann sér um ávöxtun á þeim fjármunum. Útfærsluatriði er hvenær lífeyrissjóðurinn fær sitt til baka. Gæti verið við 50 ára aldur. Þá hefur eign í íbúðinni aukist og viðkomandi getur ráðið hvort hann borgar það sama til baka og var tekið út eða greiðir meira.Þungur baggi Á sama tíma og ungt fólk með börn er að reyna að eignast heimili eru námslánin oftar en ekki þungur baggi í heimilisrekstri. Framsókn vill að ungt fólk geti frestað afborgunum á námslánum sínum í fimm ár við kaup á fyrstu íbúð. Jafnframt þarf að koma hreyfingu á húsnæðismarkaðinn með því að auka framboðið af íbúðum. Framsókn vill að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði fjárfestir minnst 10 milljarðar árlega til uppbyggingar á 300 hagkvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólkið. Klárum nú verkið og búum til stöðugleika í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hagtölur benda til þess að ungt fólk sé í verri stöðu nú á Íslandi en áður. Atvinnutækifærin eru færri, launin eru lægri, eignamyndunin er minni og húsnæðisvandinn snertir öll heimili landsins. Hætta er á að börnin okkar leiti tækifæranna annars staðar frekar en hérlendis, ef ekkert er að gert. Húsnæðisvandinn er grafalvarlegt mál sem við verðum að finna lausn á. Bæta þarf aðgengi að fjármagni, fella niður afborganir námslána og auka framboð af íbúðum víðsvegar um landið.Svissneska leiðin Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. Hægt er að nýta hluta af lífeyrissjóði sem útborgun og þarf því ekki að greiða vexti til bankana inn á lán af þeirri fjárhæð. Þegar íbúðin er seld er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Það er bein fjárfesting til þeirra sem nýta. Lífeyrissjóðurinn er á fyrsta veðrétti og fær því allt sitt til baka. Leiðin skaðar auk þess ekki þá sem nýta sér ekki úrræðið. Þeirra iðgjald er enn inni í viðkomandi lífeyrissjóði og hann sér um ávöxtun á þeim fjármunum. Útfærsluatriði er hvenær lífeyrissjóðurinn fær sitt til baka. Gæti verið við 50 ára aldur. Þá hefur eign í íbúðinni aukist og viðkomandi getur ráðið hvort hann borgar það sama til baka og var tekið út eða greiðir meira.Þungur baggi Á sama tíma og ungt fólk með börn er að reyna að eignast heimili eru námslánin oftar en ekki þungur baggi í heimilisrekstri. Framsókn vill að ungt fólk geti frestað afborgunum á námslánum sínum í fimm ár við kaup á fyrstu íbúð. Jafnframt þarf að koma hreyfingu á húsnæðismarkaðinn með því að auka framboðið af íbúðum. Framsókn vill að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði fjárfestir minnst 10 milljarðar árlega til uppbyggingar á 300 hagkvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólkið. Klárum nú verkið og búum til stöðugleika í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun