Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2017 13:39 Bryndís segir alveg ljóst að lögbannið vinni gegn flokki hennar. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og frambjóðandi í komandi Alþingiskosningum, segir lögbannið á afmarkaðan fréttaflutning Stundarinnar aðför að flokknum. Þessi nálgun Bryndísar gengur í berhögg við það hvernig margir vilja leggja málið upp eins og Vísir fór yfir fyrir stundu, en þar er farið yfir það að margir telja hreinlega að með lögbanninu sé Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu að ganga erinda Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. En, Bryndís telur þessu þveröfugt farið. Bryndís lætur þessa skoðun uppi á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Gunnars Smára Egilssonar nú fyrir stundu en Gunnar Smári kallaði þar eftir röddum úr þingflokki Sjálfstæðismanna. En, Sjálfstæðismenn hafa sparað sig í að tjá sig um málið.Bryndís stígur óvænt fram „Er það virkilega svo að enginn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins eða úr forystu flokksins hafi stigið fram og fordæmt lögbannið á Stundina? Er engar leifar eftir af frjálslyndi í þessum flokki, engin virðing fyrir opnu lýðræðissamfélagi og almennum mannréttindum? Er allt af þessu bara hjóm, gagnast aðeins ef það hentar Bjarna og flokknum?“ spyr Gunnar Smári. Nokkur fordæming er á Sjálfstæðisflokkum á þræðinum í kjölfar þessarar leiðandi spurningar en þá stígur Bryndís nokkuð óvænt fram, segir gerninginn allan með miklum ólíkindum og lýsir því yfir að flokkurinn hafi ekki óskað eftir lögbanni. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi til orðs og athafna. Flokkurinn óskaði EKKI eftir lögbanni og við styðjum ekki það að hefta fjölmiðla í að koma því á framfæri sem fjölmiðill metur að eigi erindi við almenning,“ segir Bryndís.Toppar allar aðrar „aðfarir að flokknum mínum“ Helst er á Bryndísi að skilja að þetta mál sé liður í umfangsmikilli aðför á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans. Því það er alveg ljóst að lögbannið vinnur gegn flokknum, sérstaklega þegar þeir sem eiga að vita betur reyna að skrifa þessa aðgerð á flokkinn. Semsagt mikil virðing hjá okkur nú sem endranær fyrir opnu lýðræðislegu samfélagi.“ Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og frambjóðandi í komandi Alþingiskosningum, segir lögbannið á afmarkaðan fréttaflutning Stundarinnar aðför að flokknum. Þessi nálgun Bryndísar gengur í berhögg við það hvernig margir vilja leggja málið upp eins og Vísir fór yfir fyrir stundu, en þar er farið yfir það að margir telja hreinlega að með lögbanninu sé Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu að ganga erinda Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. En, Bryndís telur þessu þveröfugt farið. Bryndís lætur þessa skoðun uppi á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Gunnars Smára Egilssonar nú fyrir stundu en Gunnar Smári kallaði þar eftir röddum úr þingflokki Sjálfstæðismanna. En, Sjálfstæðismenn hafa sparað sig í að tjá sig um málið.Bryndís stígur óvænt fram „Er það virkilega svo að enginn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins eða úr forystu flokksins hafi stigið fram og fordæmt lögbannið á Stundina? Er engar leifar eftir af frjálslyndi í þessum flokki, engin virðing fyrir opnu lýðræðissamfélagi og almennum mannréttindum? Er allt af þessu bara hjóm, gagnast aðeins ef það hentar Bjarna og flokknum?“ spyr Gunnar Smári. Nokkur fordæming er á Sjálfstæðisflokkum á þræðinum í kjölfar þessarar leiðandi spurningar en þá stígur Bryndís nokkuð óvænt fram, segir gerninginn allan með miklum ólíkindum og lýsir því yfir að flokkurinn hafi ekki óskað eftir lögbanni. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi til orðs og athafna. Flokkurinn óskaði EKKI eftir lögbanni og við styðjum ekki það að hefta fjölmiðla í að koma því á framfæri sem fjölmiðill metur að eigi erindi við almenning,“ segir Bryndís.Toppar allar aðrar „aðfarir að flokknum mínum“ Helst er á Bryndísi að skilja að þetta mál sé liður í umfangsmikilli aðför á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans. Því það er alveg ljóst að lögbannið vinnur gegn flokknum, sérstaklega þegar þeir sem eiga að vita betur reyna að skrifa þessa aðgerð á flokkinn. Semsagt mikil virðing hjá okkur nú sem endranær fyrir opnu lýðræðislegu samfélagi.“
Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Sjá meira
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19