
Um hvað snúast kosningarnar?
Samfélag sem beitir sér ekki gegn kynbundnu ofbeldi er auðvitað ekkert velferðarsamfélag. Og samfélag þar sem kynbundið ofbeldi er útbreitt getur ekki heldur talist búa við stöðugleika. Og þess vegna skiptir máli að kynbundið ofbeldi og refsipólítík komist ofar á hina pólitísku dagskrá, það er að segja hugmyndir stjórnmálanna um hvernig við sem samfélag ætlum að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og hlutverk stjórnmálanna um það hvernig við sem samfélag bregðumst við ofbeldi. Í mínum huga eru það þættir eins og hvernig við ætlum að tryggja nútímalega löggjöf sem veitir þolendum raunverulega vernd, hvernig við ætlum að styrkja stofnanirnar sem vinna úr kynbundnu ofbeldi, lögreglu og ákæruvald, hvernig við ætlum að beita forvörnum og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi.
Málin eru of lengi í kerfinu
Við þurfum löggjöf sem nær utan um veruleika brotanna og löggjöf sem getur mætt nýjum tegundum brota. Frumvarp Viðreisnar um samþykki er leið til þess að vernda kynfrelsi þolenda með því að segja að nauðgun eigi að vera skilgreind út frá því hvort samþykki lá fyrir. Í þvi felst ný hugsun og ný nálgun, sem er til þess fallin að fækka þessum brotum. Það þarf að styrkja þær stofnanir sem fá málin til meðferðar, lögregluna og ákæruvaldið þannig að kerfið sé ekki árum saman að klára að vinna mál þessi mál. Sú bið er þolendum þungbær og hún getur jafnframt orðið þess að brjóta gegn réttindum sakborninga. Löng málsmeðferð getur haft áhrif á þyngd refsinga í sakamálum. Samfélag sem tekur kynbundið ofbeldi alvarlega getur sýnt það til dæmis bara með því að fjármagna ákæruvaldið og lögregluna þannig að hægt sé að vinna þessi mál vel en líka hratt.
Viðhorfin birtast í lögunum
Viðhorf samfélagsins birtast í lögunum okkar og lögin hafa líka áhrif á viðhorfin. Þannig eru lög og viðhorf hringrás viðhorfa. Árið 1869 fengum við fyrstu hegningarlögin okkar. Þar sagði um nauðgun:
„Hver, sem þröngvar kvennmanni, er ekki hefur neitt óorð á sjer, til samræðis við sig með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífsháski af…“
Þarna er talað um konur sem hafa á sér óorð. Það lá helmingi vægari refsing við broti gegn konu sem hafði á sér óorð. Og þarna er talað um að ofbeldi eða hótanir um lífsógnandi ofbeldi. Síðan hefur kynferðisbrotakaflinn verið endurskoðaður nokkrum sinnum, árið 1940, aftur 1992 og síðast 2007. Í hvert sinn hafa orðið þýðingarmiklar réttarbætur fyrir þolendur og í hvert sinn hefur kaflinn orðið nútímalegri. Fram til ársins 2007 gat hámarksrefsing fyrir nauðgun verið 16 ár, ef ofbeldi eða hótunum um ofbeldi var beitt, en refsing var hins vegar 10 árum lægri ef gerandi hafði notfært sér að þolandinn hafði verið svo ölvuð að hún gat ekki varið sig. Í þeim tilvikum var ekki einu sinni talað um nauðgun, heldur misneytingu. Var þar kannski ennþá lifandi í lögunum okkar hugmyndin um konuna með óorðið?
Samþykkisfrumvarp Viðreisnar
Frumvarp Viðreisnar um samþykki byggir á þeirri hugmyndafræði að við viljum verja betur kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Lögin sýna okkur nefnilega auðvitað alltaf einhver viðhorf og þau geta haft áhrif á viðhorf. Samþykkisfrumvarp Viðreisnar var lagt fram í vor og er liður í því að verja betur kynfrelsi, það er liður í forvörnum og vonandi getur þessi nálgun orðið til þess að fækka brotum.
Í mínum huga snúast kosningarnar um velferðarmál. Í velferðarsamfélagi þarf jafnrétti kynjanna að vera leiðarstef, við þurfum að huga að jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi, fæðingarorlofi og stuðningi við barnafjölskyldur. Jafnréttismálin þurfa að komast ofar á hina pólitísku dagskrá með heildstæðri sýn og kynbundið ofbeldi er skýrasta birtingarmynd þess að jafnrétti á Íslandi hefur ekki náðst fram. Með aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi skiptir miklu hvernig löggjöfin okkar er. Við sendum skilaboð með lögunum okkar. Og þar getur samþykkisfrumvarpið haft mikilvæg og jákvæð áhrif.
Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar