Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 09:22 Lysette Anthony leikur í bresku sápuóperunni Hollyoaks. Vísir/Getty Tvær konur til viðbótar hafa nú sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér. Kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, tilkynnti í gær að Weinstein hafi verið rekinn úr akademíunni. BBC greinir frá því að breska leikkonan Lysette Anthony segi Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. Þá hefur önnur ónafngreind kona sagt Weinstein hafa nauðgað sér árið 1992. Sífellt fleiri hafa snúið baki við Weinstein á síðustu dögum í kjölfar röð ásakana um að hann hafi ýmist nauðgað eða áreitt konur kynferðislega. Bróðir Harvey Weinstein, Bob, hefur lýst bróður sínum sem „sjúkum og siðspilltum“ og þá hefur eiginkona hans til tíu ára og barnsmóðir, Georgina Chapman, farið frá honum. Hinn 65 ára Weinstein hefur neitað því að hafa nauðgað konunum og segir öll kynferðisleg samskipti hafa verið með samþykki beggja aðila. Lögregla í bæði London og New York eru með Weinstein til rannsóknar. Á þriðja tug kvenna – meðal annars leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan – hafa sakað Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Kynntist Weinstein árið 1982 Weinstein hefur verið einn valdamesti maður Hollywood síðustu árin og hafa kvikmyndir sem hann hefur framleitt hlotið rúmlega þrjú hundruð tilnefningar til Óskarsverðlauna og 81 Óskarsverðlaun. Lysette Anthony segir frá því í samtali við Sunday Times að hún hafi greint lögreglunni í London frá árás af hendi Weinstein. Anthony, sem leikur í bresku sápuóperunni Hollyoakes, segir að hún hafi hitt Weinstein þegar hún lék í kvikmyndinni Krull árið 1982, en að árásin hafi átt sér stað nokkrum árum síðar. Þá hefur ónafngreind kona greint Mail on Sunday frá því að Weinstein hafi nauðgað sér árið 1992 þegar hún starfaði á skrifstofum kyndmyndafyrirtækis hans í Vestur-London. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Tvær konur til viðbótar hafa nú sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér. Kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, tilkynnti í gær að Weinstein hafi verið rekinn úr akademíunni. BBC greinir frá því að breska leikkonan Lysette Anthony segi Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. Þá hefur önnur ónafngreind kona sagt Weinstein hafa nauðgað sér árið 1992. Sífellt fleiri hafa snúið baki við Weinstein á síðustu dögum í kjölfar röð ásakana um að hann hafi ýmist nauðgað eða áreitt konur kynferðislega. Bróðir Harvey Weinstein, Bob, hefur lýst bróður sínum sem „sjúkum og siðspilltum“ og þá hefur eiginkona hans til tíu ára og barnsmóðir, Georgina Chapman, farið frá honum. Hinn 65 ára Weinstein hefur neitað því að hafa nauðgað konunum og segir öll kynferðisleg samskipti hafa verið með samþykki beggja aðila. Lögregla í bæði London og New York eru með Weinstein til rannsóknar. Á þriðja tug kvenna – meðal annars leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan – hafa sakað Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Kynntist Weinstein árið 1982 Weinstein hefur verið einn valdamesti maður Hollywood síðustu árin og hafa kvikmyndir sem hann hefur framleitt hlotið rúmlega þrjú hundruð tilnefningar til Óskarsverðlauna og 81 Óskarsverðlaun. Lysette Anthony segir frá því í samtali við Sunday Times að hún hafi greint lögreglunni í London frá árás af hendi Weinstein. Anthony, sem leikur í bresku sápuóperunni Hollyoakes, segir að hún hafi hitt Weinstein þegar hún lék í kvikmyndinni Krull árið 1982, en að árásin hafi átt sér stað nokkrum árum síðar. Þá hefur ónafngreind kona greint Mail on Sunday frá því að Weinstein hafi nauðgað sér árið 1992 þegar hún starfaði á skrifstofum kyndmyndafyrirtækis hans í Vestur-London.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32