Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2017 20:49 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, hefur ákveðið að reka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein umsvifalaust úr akademíunni. Var þetta ákveðið á neyðarfundi akademíunnar í dag þar sem yfirgnæfandi meirihluti kaus með brottvikningu Weinstein. Stjórn akademíunnar telur 54 manns en boðað var til neyðarfundarins eftir að ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna voru opinberaðar í umfangsmiklum umfjöllunum The New York Times og The New Yorker. The New York Times greinir frá innihaldi tilkynningar akademíunnar vegna málsins en þar kemur fram að tveir þriðju af stjórninni hafi ákveðið að reka Weinstein. „Við gerum það ekki einungis til að aðskilja okkar frá einhverjum sem á ekki skilið virðingu frá kollegum sínum, heldur einnig til að senda þau skilaboð að tímabil þess að loka augum fyrir kynferðisbrotum og áreitni á vinnustað í okkar iðnaði er lokið,“ segir í tilkynningunni. Akademían státar af 8.400 meðlimum en New York Times segir þessa ákvörðun stjórnarinnar marka tímamót því ekki hafi verið gripið til þess ráðs áður að reka einhvern úr akademíunni fyrir þessar sakir, eftir því sem best verður komist. New York Times nefnir til dæmis að leikstjórinn Roman Polanski, sem játaði sök í kynferðisbrotamáli fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku, hafi ekki verið rekinn úr akademíunni og þá hafi grínistinn Bill Cosby ekki heldur verið rekinn þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi sakað hann um kynferðisbrot. Það eigi jafnframt við um leikarann og leikstjórann Mel Gibson sem játaði að hafa beitt kærustu sína ofbeldi árið 2011, auk þess að hafa látið fordómafull orð falla um gyðinga. Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. New York Times segir aðild leikarans Carmine Caridi hafa verið afturkallaða árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn reglum Óskarsverðlaunanna með því að lána eintök af kvikmyndunum sem höfðu verið tilnefndar það árið. Ólöglegar útgáfur af myndunum í fullum gæðum enduðu á netinu í kjölfarið. Á meðal þeirra sem sitja í stjórn akademíunnar eru leikstjórinn Steven Spielberg, leikkonan Whoopi Goldberg, Kathleen Kennedy forstjóri Lucasfilm, leikarinn Tom Hanks, heimildarmyndaleikstjórinn Rory Kennedy og Jim Gianopulos, stjórnarformaður kvikmyndaversins Paramount Pictures. Óskarinn MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, hefur ákveðið að reka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein umsvifalaust úr akademíunni. Var þetta ákveðið á neyðarfundi akademíunnar í dag þar sem yfirgnæfandi meirihluti kaus með brottvikningu Weinstein. Stjórn akademíunnar telur 54 manns en boðað var til neyðarfundarins eftir að ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna voru opinberaðar í umfangsmiklum umfjöllunum The New York Times og The New Yorker. The New York Times greinir frá innihaldi tilkynningar akademíunnar vegna málsins en þar kemur fram að tveir þriðju af stjórninni hafi ákveðið að reka Weinstein. „Við gerum það ekki einungis til að aðskilja okkar frá einhverjum sem á ekki skilið virðingu frá kollegum sínum, heldur einnig til að senda þau skilaboð að tímabil þess að loka augum fyrir kynferðisbrotum og áreitni á vinnustað í okkar iðnaði er lokið,“ segir í tilkynningunni. Akademían státar af 8.400 meðlimum en New York Times segir þessa ákvörðun stjórnarinnar marka tímamót því ekki hafi verið gripið til þess ráðs áður að reka einhvern úr akademíunni fyrir þessar sakir, eftir því sem best verður komist. New York Times nefnir til dæmis að leikstjórinn Roman Polanski, sem játaði sök í kynferðisbrotamáli fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku, hafi ekki verið rekinn úr akademíunni og þá hafi grínistinn Bill Cosby ekki heldur verið rekinn þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi sakað hann um kynferðisbrot. Það eigi jafnframt við um leikarann og leikstjórann Mel Gibson sem játaði að hafa beitt kærustu sína ofbeldi árið 2011, auk þess að hafa látið fordómafull orð falla um gyðinga. Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. New York Times segir aðild leikarans Carmine Caridi hafa verið afturkallaða árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn reglum Óskarsverðlaunanna með því að lána eintök af kvikmyndunum sem höfðu verið tilnefndar það árið. Ólöglegar útgáfur af myndunum í fullum gæðum enduðu á netinu í kjölfarið. Á meðal þeirra sem sitja í stjórn akademíunnar eru leikstjórinn Steven Spielberg, leikkonan Whoopi Goldberg, Kathleen Kennedy forstjóri Lucasfilm, leikarinn Tom Hanks, heimildarmyndaleikstjórinn Rory Kennedy og Jim Gianopulos, stjórnarformaður kvikmyndaversins Paramount Pictures.
Óskarinn MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent