Segir sérreglur um mjólkurframleiðslu ekki ganga lengur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2017 18:42 Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, voru meðal gestir Víglínunnar í dag. Vísir/Skjáskot Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og nýkjörinn formaður Viðreisnar, telur grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld haldi áfram stuðningi við bændur. Hún ítrekar þó að ekki beri að stimpla núverandi kerfi sem fullkomið og að enn fremur gangi ekki að mjólkurframleiðsla fái undanþágu frá samkeppnislögum. Þorgerður Katrín var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag og ræddi þar stöðu landbúnaðarmála.Bætti í búvörusamning gegn því að farið yrði í raunhæfar breytingrAðspurð vildi Þorgerður Katrín ekki gangast við því að hafa stefnt að því að „rústa bændum í sauðfjárrækt“ í embætti landbúnaðarráðherra. „Finnst þér það virkilega þegar ég beiti mér fyrir því að koma með viðbót inn í tiltölulega nýgerðan búvörusamning? Og það er náttúrulega hróplegt að korteri eftir að búvörusamningurinn er gerður, sem vel að merkja Samfylkingin samþykkti líka, þá koma bændur til ríkisins og vilja fá til viðbótar. Þá hlýtur að vera eitthvað að.“Sjá einnig: Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Þá kvaðst hún hafa verið að bæta í þann samning sem búið var að gera. „Já, ég var að gera það, gegn því að við færum í raunhæfar breytingar á stuðningskerfi landbúnaðarins. Við horfumst í augu við vandamálið, færum að styðja við þá bændur sem væru raunverulega á fullu í greininni, unga bændur, við færum í það að svæðisbinda styrkina, það vildi bændaforystan ekki,“ sagði Þorgerður Katrín.Gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglurÞorgerður Katrín sagði enn fremur að reynt hefði verið að ná jafnvægi á framleiðslu í landbúnaði og gera úttekt á afurðastöðvum. Ekki þýddi þó að stimpla kerfið, sem nú væri við lýði, fullkomið. „Það er algjört grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld, og ég vona að hvaða flokkar sem það eru, við ætlum að halda áfram að styðja við bændur. En það þýðir ekki að við stimplum núverandi kerfi sem fullkomið, og það sama gildir til dæmis um mjólkurframleiðsluna,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagðist finna fyrir andstöðu nokkurra flokka á Alþingi við breytingar á því fyrirkomulagi en málið var áberandi í fjölmiðlum í byrjun árs. „Það gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglur eða undanþágu frá samkeppnislögum. Ég finn fyrir miklum mótbyr af hálfu Sjálfstæðismanna við því að breyta því, af hálfu Framsóknarmanna og örugglega Miðflokksins líka.“Viðtal Heimis Más við þær Margréti Tryggvadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, má sjá í heild sinni hér að neðan. Víglínan Tengdar fréttir Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og nýkjörinn formaður Viðreisnar, telur grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld haldi áfram stuðningi við bændur. Hún ítrekar þó að ekki beri að stimpla núverandi kerfi sem fullkomið og að enn fremur gangi ekki að mjólkurframleiðsla fái undanþágu frá samkeppnislögum. Þorgerður Katrín var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag og ræddi þar stöðu landbúnaðarmála.Bætti í búvörusamning gegn því að farið yrði í raunhæfar breytingrAðspurð vildi Þorgerður Katrín ekki gangast við því að hafa stefnt að því að „rústa bændum í sauðfjárrækt“ í embætti landbúnaðarráðherra. „Finnst þér það virkilega þegar ég beiti mér fyrir því að koma með viðbót inn í tiltölulega nýgerðan búvörusamning? Og það er náttúrulega hróplegt að korteri eftir að búvörusamningurinn er gerður, sem vel að merkja Samfylkingin samþykkti líka, þá koma bændur til ríkisins og vilja fá til viðbótar. Þá hlýtur að vera eitthvað að.“Sjá einnig: Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Þá kvaðst hún hafa verið að bæta í þann samning sem búið var að gera. „Já, ég var að gera það, gegn því að við færum í raunhæfar breytingar á stuðningskerfi landbúnaðarins. Við horfumst í augu við vandamálið, færum að styðja við þá bændur sem væru raunverulega á fullu í greininni, unga bændur, við færum í það að svæðisbinda styrkina, það vildi bændaforystan ekki,“ sagði Þorgerður Katrín.Gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglurÞorgerður Katrín sagði enn fremur að reynt hefði verið að ná jafnvægi á framleiðslu í landbúnaði og gera úttekt á afurðastöðvum. Ekki þýddi þó að stimpla kerfið, sem nú væri við lýði, fullkomið. „Það er algjört grundvallaratriði að íslensk stjórnvöld, og ég vona að hvaða flokkar sem það eru, við ætlum að halda áfram að styðja við bændur. En það þýðir ekki að við stimplum núverandi kerfi sem fullkomið, og það sama gildir til dæmis um mjólkurframleiðsluna,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagðist finna fyrir andstöðu nokkurra flokka á Alþingi við breytingar á því fyrirkomulagi en málið var áberandi í fjölmiðlum í byrjun árs. „Það gengur ekki lengur að mjólkurframleiðslan sé með sérreglur eða undanþágu frá samkeppnislögum. Ég finn fyrir miklum mótbyr af hálfu Sjálfstæðismanna við því að breyta því, af hálfu Framsóknarmanna og örugglega Miðflokksins líka.“Viðtal Heimis Más við þær Margréti Tryggvadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, má sjá í heild sinni hér að neðan.
Víglínan Tengdar fréttir Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30
Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent