Í stórleik Stjörnunnar og KR í Domino's deild karla á föstudagskvöldið var umtalaður skrefadómur. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi skoðuðu hann að sjálfsögðu vel í uppgjöri sínu á leiknum.
Nýlega var samþykkt ný regla varðandi fjölda skrefa sem leikmaður má taka.
„Reglan er semsagt þannig, að eftir að hann er búinn að grípa hann þá á hann eitt skref, og svo tvö eftir það,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi.
Samkvæmt þessri nýju reglu þá átti ekki að vera dæmd skref á Kristófer Acox í leiknum.
Kjartan Atli stóð á fætur og gekk með áhorfendum, og spekingum sínum, í gegnum hvernig nýja reglan virkar.
„Ég gríp hann í loftinu, þegar þessi [fótur] er kominn niður, hérna byrja skrefin að telja. Fyrsta löppin sem kemur niður eftir að hann er búinn að grípa, það telur ekki sem skref.“
Frábæra útskýringu Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér að ofan.
