Þingkosningar í Austurríki: Stefnir í sigur hins 31 árs gamla Kurz Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 13:00 Sebastian Kurz hefur sótt fylgi til flokks síns bæði frá vinstri og hægri. Vísir/afp Austurríkismenn ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, þegar kosið verður til þings. Innflytjendamál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að hinn 31 árs gamli utanríkisráðherra landsins, Sebastian Kurz, og flokkur hans, Kristilegir demókratar (ÖVP), sem muni vinna sigur í kosningunum. Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit. „Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.Hefur framfylgt strangri stefnu í innflytjendamálum Jafnaðarmannaflokkur Christian Kern kanslara og Kristilegir demókratar, flokkur Kurz, hafa stýrt landinu saman síðustu ár. Kurz þykir hafa framfylgt strangri stefnu í málefnum innflytjenda frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra 2013, en sér í lagi eftir straumur flóttamanna til álfunnar stórjókst á haustdögum 2015. Innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni vegna þess mikla fjölda flóttafólks frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku sem hefur lagt leið sína til Austurríkis eftir að farið norður um Balkanskaga.Stöðugleiki og skynsemi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar hafa oft starfað saman í ríkisstjórn í Austurríki á síðustu áratugum og hafa austurrísk stjórnmál jafnan einkennst af stöðugleika, stórum meirihlutastjórnum og að tryggja innra valdajafnvægi innan stjórnsýslunnar (Proporz-kerfið).Christian Kern, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmanna, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins.Vísir/AFPEftir seinna stríð var reynt að hafa stöðugleika og skynsemi að leiðarljósi við stjórn landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur hins vegar reynst óvenjulega ljót þar sem vafasamar áróðurssíður hafa meðal annars verið nýttar til að koma á framfæri fölskum fréttum af pólitískum andstæðingum.Dirndl-stjórn í pípunum? Nýjustu skoðanakannanir benda til að stuðningur við Jafnaðarmannaflokk Kern hafi aukist nokkuð, eftir að hafa mælst þriðji stærsti flokkurinn um nokkurt skeið. Jafnaðarmenn og Frelsisflokkurinn mælast nú báðir með rúmlega fjórðungs fylgi og Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósent. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að svokölluð Dirndl-samsteypustjórn muni taka við völdum að kosningum loknum, með vísun í litríkan þjóðbúning Austurríkismanna. Myndi sú stjórn felast í samstarfi Kristilegra demókrata, Græningja og hinn frjálslynda NEOS. Austurríki Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Austurríkismenn ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, þegar kosið verður til þings. Innflytjendamál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að hinn 31 árs gamli utanríkisráðherra landsins, Sebastian Kurz, og flokkur hans, Kristilegir demókratar (ÖVP), sem muni vinna sigur í kosningunum. Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit. „Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.Hefur framfylgt strangri stefnu í innflytjendamálum Jafnaðarmannaflokkur Christian Kern kanslara og Kristilegir demókratar, flokkur Kurz, hafa stýrt landinu saman síðustu ár. Kurz þykir hafa framfylgt strangri stefnu í málefnum innflytjenda frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra 2013, en sér í lagi eftir straumur flóttamanna til álfunnar stórjókst á haustdögum 2015. Innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni vegna þess mikla fjölda flóttafólks frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku sem hefur lagt leið sína til Austurríkis eftir að farið norður um Balkanskaga.Stöðugleiki og skynsemi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar hafa oft starfað saman í ríkisstjórn í Austurríki á síðustu áratugum og hafa austurrísk stjórnmál jafnan einkennst af stöðugleika, stórum meirihlutastjórnum og að tryggja innra valdajafnvægi innan stjórnsýslunnar (Proporz-kerfið).Christian Kern, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmanna, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins.Vísir/AFPEftir seinna stríð var reynt að hafa stöðugleika og skynsemi að leiðarljósi við stjórn landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur hins vegar reynst óvenjulega ljót þar sem vafasamar áróðurssíður hafa meðal annars verið nýttar til að koma á framfæri fölskum fréttum af pólitískum andstæðingum.Dirndl-stjórn í pípunum? Nýjustu skoðanakannanir benda til að stuðningur við Jafnaðarmannaflokk Kern hafi aukist nokkuð, eftir að hafa mælst þriðji stærsti flokkurinn um nokkurt skeið. Jafnaðarmenn og Frelsisflokkurinn mælast nú báðir með rúmlega fjórðungs fylgi og Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósent. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að svokölluð Dirndl-samsteypustjórn muni taka við völdum að kosningum loknum, með vísun í litríkan þjóðbúning Austurríkismanna. Myndi sú stjórn felast í samstarfi Kristilegra demókrata, Græningja og hinn frjálslynda NEOS.
Austurríki Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent