Kannski ekki bara Messi að þakka að Argentínumenn komust inn á HM | Fimm Ekvadorar í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 23:30 Lionel Messi í miðjum fagnaðarlátunum eftir að HM sætið var tryggt. Vísir/Getty Lionel Messi sá til þess að Argentína verður með okkur Íslendingum á HM í fótbolta í Rússlandi næsta sumar en hann skoraði þrennu í lokaleik liðsins á móti Ekvador sem var hreinlega upp á líf og dauða fyrir HM-draum argentínska landsliðsins. Nú hafa fimm leikmenn landsliðs Ekvador hinsvegar verið settir í bann. Leikmennirnir fimm hafa verið settir í bann af Knattspyrnusambandi Ekvador fyrir að brjóta agareglur liðsins í aðdraganda leiksins á móti Argentínu. Leikmennirnir fóru út á lífið og duttu í það á milli leikja en landslið Ekvador átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM eftir tap í fyrri leiknum. Leikmennirnir yfirgáfu liðshótelið á föstudagskvöldinu og fór út í úthverfi höfuðborgarinnar Quito og nutu lífsins. Yfirboðarar þeirra hjá landsliðinu voru allt annað en sáttir við þetta ekki síst eftir að liðið tapaði síðan leiknum þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun. Leikurinn byrjaði vel fyrir Ekvador sem komst í 1-0 á fyrstu mínútu en Lionel Messi var búinn að koma Argentínu yfir innan átján mínútna og kláraði síðan þrennuna og leikinn í seinni hálfleik. Knattspyrnusamband Ekvador var ekki búið að gefa upp hvaða fimm leikmenn þetta voru en fjölmiðlar þar í landi segja þetta hafa verið þeir Robert Arboleda, Jefferson Orejuela, Gabriel Cortez, Enner Valencia og Joao Plata. Enner Valencia lék áður með West Ham og Everton í ensku úrvalsdeildinni en er nú leikmaður Tigres UANL í Mexíkó. Jefferson Orejuela og Robert Arboleda spila báðir í Brasilíu, og Joao Plata er leikmaður Real Salt Lake í Bandaríkjunum. Gabriel Cortez er sá eini sem spilar í heimalandinu. „Með því að stíga þetta skref þá sendum við skýr skilaboð til framtíðarleikmanna liðsins,“ sagði í fréttatilkynningu Knattspyrnusambandsins. Arboleda, Orejuela og Valencia spiluðu allir á móti Argentínu. Orejuela hefur tjáð sig við blaðið El Telégrafo og segir þar að þetta sé lygi.Lionel Messi skorar eitt þriggja marka sinn án þess að leikmenn Ekvador komi vörnum við.Vísir/AFP HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Sjá meira
Lionel Messi sá til þess að Argentína verður með okkur Íslendingum á HM í fótbolta í Rússlandi næsta sumar en hann skoraði þrennu í lokaleik liðsins á móti Ekvador sem var hreinlega upp á líf og dauða fyrir HM-draum argentínska landsliðsins. Nú hafa fimm leikmenn landsliðs Ekvador hinsvegar verið settir í bann. Leikmennirnir fimm hafa verið settir í bann af Knattspyrnusambandi Ekvador fyrir að brjóta agareglur liðsins í aðdraganda leiksins á móti Argentínu. Leikmennirnir fóru út á lífið og duttu í það á milli leikja en landslið Ekvador átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM eftir tap í fyrri leiknum. Leikmennirnir yfirgáfu liðshótelið á föstudagskvöldinu og fór út í úthverfi höfuðborgarinnar Quito og nutu lífsins. Yfirboðarar þeirra hjá landsliðinu voru allt annað en sáttir við þetta ekki síst eftir að liðið tapaði síðan leiknum þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun. Leikurinn byrjaði vel fyrir Ekvador sem komst í 1-0 á fyrstu mínútu en Lionel Messi var búinn að koma Argentínu yfir innan átján mínútna og kláraði síðan þrennuna og leikinn í seinni hálfleik. Knattspyrnusamband Ekvador var ekki búið að gefa upp hvaða fimm leikmenn þetta voru en fjölmiðlar þar í landi segja þetta hafa verið þeir Robert Arboleda, Jefferson Orejuela, Gabriel Cortez, Enner Valencia og Joao Plata. Enner Valencia lék áður með West Ham og Everton í ensku úrvalsdeildinni en er nú leikmaður Tigres UANL í Mexíkó. Jefferson Orejuela og Robert Arboleda spila báðir í Brasilíu, og Joao Plata er leikmaður Real Salt Lake í Bandaríkjunum. Gabriel Cortez er sá eini sem spilar í heimalandinu. „Með því að stíga þetta skref þá sendum við skýr skilaboð til framtíðarleikmanna liðsins,“ sagði í fréttatilkynningu Knattspyrnusambandsins. Arboleda, Orejuela og Valencia spiluðu allir á móti Argentínu. Orejuela hefur tjáð sig við blaðið El Telégrafo og segir þar að þetta sé lygi.Lionel Messi skorar eitt þriggja marka sinn án þess að leikmenn Ekvador komi vörnum við.Vísir/AFP
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Sjá meira