Sakar mótherjana um að senda vændiskonur á hótel leikmanna sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 23:30 Stuðningkona Paragvæ á leiknum umrædda en hún tengist fréttinni þó ekki neitt. Vísir/AFP Mikil spenna var í lokaumferðinni í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM í Rússlandi en úrslitin þar réðust í vikunni. Einn af leikjunum í lokaumferðinni var á milli Paragvæ og Venesúela en heimamenn í Paragvæ voru í baráttunni um að komast í umspil um laust sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Lið Venesúela átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM 2018 en leikmenn liðsins fóru samt burtu með öll þrjú stigin eftir 1-0 sigur. Leikmenn Venesúela sáu um leið til þess að heimamenn í Paragvæ þurfa að sætta sig við það að horfa á HM í sjónvarpinu næsta sumar. Rafael Dudamel, landsliðsþjálfari Venesúela, sagði að einhver hafi reynt að trufla liðið hans fyrir leikinn með því að senda fjölda vændiskvenna á hótel liðsins. Caracol Radio og La Nacion segja frá. „Það voru nokkrar konur sem heimsóttu hótelið á mánudaginn en hugarfar minna leikmanna er gjörbreytt. Það kemur okkur ekki á óvart að konur komi á hótelið. Ég veit ekki hver sendi þær en þetta er gamalt bragð,“ sagði Rafael Dudamel. Leikurinn fór fram í höfuðborginni Asuncion og Pargvæar voru tilbúnir að reyna ýmislegt til að slá andstæðinga sína útaf laginu. Þjálfari hrósaði sínum leikmönnum fyrir fagmennskuna og leikmennirnir svöruðu síðan inn á vellinum og lönduðu 1-0 sigri. Yangel Herrera skoraði eina markið eftir 84 mínútur. Sigurinn breytti því þó ekki að lið Venesúela endaði í neðsta sæti riðilsins en sá til þess að Paragvæ náði bara sjöunda sætinu.Yangel Herrera fagnar sigurmarki sínu.Vísir/AFP HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Mikil spenna var í lokaumferðinni í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM í Rússlandi en úrslitin þar réðust í vikunni. Einn af leikjunum í lokaumferðinni var á milli Paragvæ og Venesúela en heimamenn í Paragvæ voru í baráttunni um að komast í umspil um laust sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Lið Venesúela átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM 2018 en leikmenn liðsins fóru samt burtu með öll þrjú stigin eftir 1-0 sigur. Leikmenn Venesúela sáu um leið til þess að heimamenn í Paragvæ þurfa að sætta sig við það að horfa á HM í sjónvarpinu næsta sumar. Rafael Dudamel, landsliðsþjálfari Venesúela, sagði að einhver hafi reynt að trufla liðið hans fyrir leikinn með því að senda fjölda vændiskvenna á hótel liðsins. Caracol Radio og La Nacion segja frá. „Það voru nokkrar konur sem heimsóttu hótelið á mánudaginn en hugarfar minna leikmanna er gjörbreytt. Það kemur okkur ekki á óvart að konur komi á hótelið. Ég veit ekki hver sendi þær en þetta er gamalt bragð,“ sagði Rafael Dudamel. Leikurinn fór fram í höfuðborginni Asuncion og Pargvæar voru tilbúnir að reyna ýmislegt til að slá andstæðinga sína útaf laginu. Þjálfari hrósaði sínum leikmönnum fyrir fagmennskuna og leikmennirnir svöruðu síðan inn á vellinum og lönduðu 1-0 sigri. Yangel Herrera skoraði eina markið eftir 84 mínútur. Sigurinn breytti því þó ekki að lið Venesúela endaði í neðsta sæti riðilsins en sá til þess að Paragvæ náði bara sjöunda sætinu.Yangel Herrera fagnar sigurmarki sínu.Vísir/AFP
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira