Georgía Olga Kristiansen mun í kvöld brjóta blað í sögu körfuknattleiks á Íslandi þegar hún verður fyrst kvenna til að dæma leik í efstu deild karla eða Domino´s deildinni.
Georgía dæmir leik Vals og Tindastóls í Valshöllinni á Hlíðarenda en leikurinn í 2. umferð Domino´s deildar karla. Meðdómarar hennar verða þeir Jón Guðmundsson og Leifur Garðarsson.
„Er þetta mikið gleðiefni fyrir körfuknattleik á Íslandi og hvetur KKÍ fleiri konur til að taka að sér störf í dómgæslu sem og önnur störf innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir í fréttatilkynningu frá KKÍ.
Georgía Olga Kristiansen er þó ekki að dæma hjá karlaliðum í fyrsta sinn því hún hefur dæmt leiki í bikarnum og í neðri deildum.

