Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Viktor Örn Guðmundsson skrifar 12. október 2017 22:30 Anton Rúnarsson var hetja Valsmanna í kvöld Vísir/Eyþór Valsmenn og ÍR áttust við í síðasta leik fimmtu umferð Olís deildar karla í kvöld. Gestirnir úr Breiðholtinu byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru 5-1 yfir snemma leiks. Valsmenn hrukku þá í gang og jöfnuðu 5-5 en ÍR ingar alltaf með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu 14-12 þegar flautað var í hálfleik. Umdeilt atvik átti sér stað um miðjan fyrri hálfleik þegar Sveini Andra Sveinssyni var vikið af velli fyrir brot á Ými og voru stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar ÍR ekki ánægður með þessa ákvörðun dómarana. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og fyrri, ÍR-ingar voru 1-3 mörkum yfir lungann af seinni hálfleik en þegar korter var eftir hrukku Valsarar í gang og þá sérstaklega Anton Rúnarsson sem skoraði 4 mörk í röð fyrir sína menn og tryggði þeim að lokum 24-23 sigur með afar fallegu sirkusmarki. ÍR-ingar geta heldur betur nagað sig í handabökin, þeir gátu tryggt sér sigur þegar hálf mínúta er eftir en í staðinn skjóta þeir í innanverða stöngina og fá mark í andlitið í síðasta skoti leiksins. Valsmenn halda áfram með fullt hús stiga, fimm sigrar í fimm leikjum og tróna á toppi deildarinnar ásamt FH.Af hverju vann Valur leikinn? Það var seinni hálfleikurinn sem skóp þennan sigur Valsara, þeir náðu hægt og bítandi og saxa á forskot ÍR-inga og sýndu í lokinn þann karakter sem þurfti til að sigra þennan leik.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Val var það Anton Rúnarsson en hann var í miklu stuði í seinni hálfleik og skoraði hvert markið á fætur öðru, Sigurður Ingiberg hrökk einnig í gang og tók hann nokkra mikilvæga bolta. ÍR-ingum gekk vel að opna horn og fá mörk af línunni og voru þeir Sturla og Halldór Logi í aðalhlutverkum þar.Hvað gekk illa? Illa gekk hjá lykilmönnum Vals í fyrri hálfleik og var Magnús Óli til að mynda með eitt mark í fyrri, þeim gekk illa að skora fyrir utan en fundu glufur á vörn ÍR í lokinn, ÍR-ingar voru klaufar undir lokinn og töpuðu boltum á mikilvægum tímapunktum í leiknum.Hvað gerist næst? Valur fær ÍBV í heimsókn næstkomandi sunnudag í stórleik umferðarinnar og á meðan fara Breiðhyltingar útá land og heimsækja SelfyssingaSnorri Steinn Guðjónsson þjálfari Valsmanna.Vísir/Eyþór Snorri Steinn: Karakterssigur „Liðið sýndi góðan karakter og baráttu anda og það var það sem að skóp þennan sigur í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Valsmanna í kvöld. „ÍR-ingar voru að spila mjög vel og voru verðskuldað yfir og þetta var kannski ósanngjarn sigur en ég er mjög ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu í kvöld,“ sagði Snorri. Valsmenn fá ÍBV í heimsókn á sunnudaginn og má kalla það stórleik umferðarinnar. „Mér lýst bara vel á þann leik, þetta verður hörkuleikur og ÍBV er með mjög gott lið, sennilega eitt best mannaðasta liðið í deildinni og það verður mjög gaman að takast á við það verkefni,“ sagði Snorri Steinn að lokum í samtali við íþróttadeild 365. Bjarni Fritzson.Vísir/Stefán Bjarni: Vorum að gera klaufaleg mistök „Í seinni hálfleik vorum við farnir að gera klaufaleg einstaklingsmistök og það var kannski það sem fór úrskeiðis hjá okkur í kvöld,“ sagði sagði Bjarni Fritzson um hvað fór úrskeiðis hjá ÍR-ingum. Umdeild atvik átti sér stað í fyrri hálfeik fyrir að hafa farið í andlitið á Ými Erni með þeim afleiðingum að hann skall með hausinn í gólfið. „Já ég er frekar ósáttur með þetta rauða spjald sér í lagi þar sem að svipað atvik átti sér stað fyrr í leiknum þegar þeirra leikmaður fer í andlitið á Bergvini sem að skellur í gólfið,“ sagði Bjarni. ÍR-ingar geta verið gífurlega svekktir með úrslitin í kvöld, þeir leiddu allan leikinn en það var undir lokinn sem að Valur fór smátt og smátt að koma sér inn í leikinn og enda á því að skora flautumark. Olís-deild karla
Valsmenn og ÍR áttust við í síðasta leik fimmtu umferð Olís deildar karla í kvöld. Gestirnir úr Breiðholtinu byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru 5-1 yfir snemma leiks. Valsmenn hrukku þá í gang og jöfnuðu 5-5 en ÍR ingar alltaf með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu 14-12 þegar flautað var í hálfleik. Umdeilt atvik átti sér stað um miðjan fyrri hálfleik þegar Sveini Andra Sveinssyni var vikið af velli fyrir brot á Ými og voru stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar ÍR ekki ánægður með þessa ákvörðun dómarana. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og fyrri, ÍR-ingar voru 1-3 mörkum yfir lungann af seinni hálfleik en þegar korter var eftir hrukku Valsarar í gang og þá sérstaklega Anton Rúnarsson sem skoraði 4 mörk í röð fyrir sína menn og tryggði þeim að lokum 24-23 sigur með afar fallegu sirkusmarki. ÍR-ingar geta heldur betur nagað sig í handabökin, þeir gátu tryggt sér sigur þegar hálf mínúta er eftir en í staðinn skjóta þeir í innanverða stöngina og fá mark í andlitið í síðasta skoti leiksins. Valsmenn halda áfram með fullt hús stiga, fimm sigrar í fimm leikjum og tróna á toppi deildarinnar ásamt FH.Af hverju vann Valur leikinn? Það var seinni hálfleikurinn sem skóp þennan sigur Valsara, þeir náðu hægt og bítandi og saxa á forskot ÍR-inga og sýndu í lokinn þann karakter sem þurfti til að sigra þennan leik.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Val var það Anton Rúnarsson en hann var í miklu stuði í seinni hálfleik og skoraði hvert markið á fætur öðru, Sigurður Ingiberg hrökk einnig í gang og tók hann nokkra mikilvæga bolta. ÍR-ingum gekk vel að opna horn og fá mörk af línunni og voru þeir Sturla og Halldór Logi í aðalhlutverkum þar.Hvað gekk illa? Illa gekk hjá lykilmönnum Vals í fyrri hálfleik og var Magnús Óli til að mynda með eitt mark í fyrri, þeim gekk illa að skora fyrir utan en fundu glufur á vörn ÍR í lokinn, ÍR-ingar voru klaufar undir lokinn og töpuðu boltum á mikilvægum tímapunktum í leiknum.Hvað gerist næst? Valur fær ÍBV í heimsókn næstkomandi sunnudag í stórleik umferðarinnar og á meðan fara Breiðhyltingar útá land og heimsækja SelfyssingaSnorri Steinn Guðjónsson þjálfari Valsmanna.Vísir/Eyþór Snorri Steinn: Karakterssigur „Liðið sýndi góðan karakter og baráttu anda og það var það sem að skóp þennan sigur í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Valsmanna í kvöld. „ÍR-ingar voru að spila mjög vel og voru verðskuldað yfir og þetta var kannski ósanngjarn sigur en ég er mjög ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu í kvöld,“ sagði Snorri. Valsmenn fá ÍBV í heimsókn á sunnudaginn og má kalla það stórleik umferðarinnar. „Mér lýst bara vel á þann leik, þetta verður hörkuleikur og ÍBV er með mjög gott lið, sennilega eitt best mannaðasta liðið í deildinni og það verður mjög gaman að takast á við það verkefni,“ sagði Snorri Steinn að lokum í samtali við íþróttadeild 365. Bjarni Fritzson.Vísir/Stefán Bjarni: Vorum að gera klaufaleg mistök „Í seinni hálfleik vorum við farnir að gera klaufaleg einstaklingsmistök og það var kannski það sem fór úrskeiðis hjá okkur í kvöld,“ sagði sagði Bjarni Fritzson um hvað fór úrskeiðis hjá ÍR-ingum. Umdeild atvik átti sér stað í fyrri hálfeik fyrir að hafa farið í andlitið á Ými Erni með þeim afleiðingum að hann skall með hausinn í gólfið. „Já ég er frekar ósáttur með þetta rauða spjald sér í lagi þar sem að svipað atvik átti sér stað fyrr í leiknum þegar þeirra leikmaður fer í andlitið á Bergvini sem að skellur í gólfið,“ sagði Bjarni. ÍR-ingar geta verið gífurlega svekktir með úrslitin í kvöld, þeir leiddu allan leikinn en það var undir lokinn sem að Valur fór smátt og smátt að koma sér inn í leikinn og enda á því að skora flautumark.