Páll Winkel auglýsir eftir brotamönnum til afplánunar Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2017 11:33 Páll í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Nú vantar bara að fangar svari kallinu og mæti til afplánunar. visir/anton brink Nokkuð er um að dæmdir menn mæti ekki á tilsettum tíma til afplánunar. „Í fyrra fyrndust 34 dómar. Þeir verða ekki færri í ár ef ekki verður brugðist við. Við munum því þurfa að senda út nokkra tugi handtökuskipana ef fólk bregst ekki við. Vonandi kemur ekki til þess,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Páll segir að þau hjá Fangelsismálastofnun vilji komast hjá handtökum en þær eru framundan ef refsingar eiga ekki að halda áfram að fyrnast. „Erum komin með fleiri pláss og þá skapast svigrúm til að minnka fyrningar og vonandi vinna á boðunarlista. Menn hafa um nokkurt skeið komist upp með að mæta ekki á tilsettum tíma í fangelsi. Það þarf að stöðva og nú með fjölgun plássa er það hægt.“ Og, Fangelsismálastofnun hefur meira að segja gripið til þess að auglýsa eftir föngum á samskiptamiðlum, ef það má verða til þess að reka á eftir mönnum með að mæta.Fangelsismálastofnun hefur gripið til þess ráðs að auglýsa eftir brotamönnum ef það má verða til að þeir sinni boðun áður en til handtöku kemur.Á svokölluðum boðunarlista eru tæplega 600 manns. Stór hluti þeirra hefur verið boðaður í afplánun. Það er því um að ræða einhver hundruð brotamanna sem eiga afplánun yfir höfði sér. „Við verðum þó að forgangsraða af þeim lista og þeir sem eru með eldri refsingar verða fyrst um sinn í forgangi.“ Aukið rými með nýju fangelsi er einkum meginástæðan fyrir því að Páll og hans fólk er nú að reka menn inn. Hér má sjá súlurit yfir fjölda fangelsisdóma sem hafa fyrnst á undanförnum árum.Mjög hefur færst í aukana á undanförnum árum að fangelsisdómar séu ekki afplánaðir.Spurt er hvort brotamenn hafi látið undir höfuð leggjast að sinna þessu, þegar staðan hefur verið þannig um árabil að ekki hefur verið hægt að taka á móti þeim. Eru menn einhvern veginn farnir að gera ráð fyrir því að þurfa ekki að afplána? „Já, það getur verið rétt í tilteknum tilvikum. En þannig á það ekki að vera og þannig verður það ekki. Menn munu þurfa að afplána refsingar. Í ljósi þess hve ástandið hefur verið vont lengi viljum við gefa fólki kost á að hafa samband þannig að við komumst hjá handtökum. Þeir sem ekki hafa samband mega þó búast við handtöku, hafi þeir áður verið boðaðir í fangelsi og ekki mætt.“ Annað sem má velta fyrir sér, er hvort það sé til marks um góðæri, að menn líti fram hjá boðun? Að þeir vilji heldur afplána í kreppu? Páll segir sposkur að það sé ómögulegt fyrir sig að segja. „Ég held þó að meginreglan sé að enginn vilji afplána neitt, hvorki í góðæri né kreppu.“ Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira
Nokkuð er um að dæmdir menn mæti ekki á tilsettum tíma til afplánunar. „Í fyrra fyrndust 34 dómar. Þeir verða ekki færri í ár ef ekki verður brugðist við. Við munum því þurfa að senda út nokkra tugi handtökuskipana ef fólk bregst ekki við. Vonandi kemur ekki til þess,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Páll segir að þau hjá Fangelsismálastofnun vilji komast hjá handtökum en þær eru framundan ef refsingar eiga ekki að halda áfram að fyrnast. „Erum komin með fleiri pláss og þá skapast svigrúm til að minnka fyrningar og vonandi vinna á boðunarlista. Menn hafa um nokkurt skeið komist upp með að mæta ekki á tilsettum tíma í fangelsi. Það þarf að stöðva og nú með fjölgun plássa er það hægt.“ Og, Fangelsismálastofnun hefur meira að segja gripið til þess að auglýsa eftir föngum á samskiptamiðlum, ef það má verða til þess að reka á eftir mönnum með að mæta.Fangelsismálastofnun hefur gripið til þess ráðs að auglýsa eftir brotamönnum ef það má verða til að þeir sinni boðun áður en til handtöku kemur.Á svokölluðum boðunarlista eru tæplega 600 manns. Stór hluti þeirra hefur verið boðaður í afplánun. Það er því um að ræða einhver hundruð brotamanna sem eiga afplánun yfir höfði sér. „Við verðum þó að forgangsraða af þeim lista og þeir sem eru með eldri refsingar verða fyrst um sinn í forgangi.“ Aukið rými með nýju fangelsi er einkum meginástæðan fyrir því að Páll og hans fólk er nú að reka menn inn. Hér má sjá súlurit yfir fjölda fangelsisdóma sem hafa fyrnst á undanförnum árum.Mjög hefur færst í aukana á undanförnum árum að fangelsisdómar séu ekki afplánaðir.Spurt er hvort brotamenn hafi látið undir höfuð leggjast að sinna þessu, þegar staðan hefur verið þannig um árabil að ekki hefur verið hægt að taka á móti þeim. Eru menn einhvern veginn farnir að gera ráð fyrir því að þurfa ekki að afplána? „Já, það getur verið rétt í tilteknum tilvikum. En þannig á það ekki að vera og þannig verður það ekki. Menn munu þurfa að afplána refsingar. Í ljósi þess hve ástandið hefur verið vont lengi viljum við gefa fólki kost á að hafa samband þannig að við komumst hjá handtökum. Þeir sem ekki hafa samband mega þó búast við handtöku, hafi þeir áður verið boðaðir í fangelsi og ekki mætt.“ Annað sem má velta fyrir sér, er hvort það sé til marks um góðæri, að menn líti fram hjá boðun? Að þeir vilji heldur afplána í kreppu? Páll segir sposkur að það sé ómögulegt fyrir sig að segja. „Ég held þó að meginreglan sé að enginn vilji afplána neitt, hvorki í góðæri né kreppu.“
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira