Þrátt fyrir að pakka saman sínum riðli í undankeppni HM 2018 verður England í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður til riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi.
England er því alltaf að fara að mæta einhverju af liðunum í efsta styrkleikaflokki sem eru Þýskaland, Brasilía, Portúgal, Argentína, Belgía, Pólland og Frakkland.
Enska götublaðið The Sun setur upp í dag martraðariðil og draumariðil fyrir enska liðið en í martraðariðlinum er íslenska landsliðið.
Enskir eru ekki enn þá komnir yfir 2-1 tapið í Hreiðrinu í Nice á EM 2016 í fyrra og The Sun vill greinilega hvorki sjá né heyra Víkingaklappið aftur.
Auk Ísland í martraðariðlinum eru Brasilía og Nígería sem eru tvö bestu lið Suður-Ameríku og Afríku en í draumariðli Englands eru Rússar, Íranar og Nýsjálendingar.
The Sun: Ísland í martraðariðli Englands

Tengdar fréttir

Þjóðhetjan Pyry Soiri vill koma til Íslands
Pyry Soiri, leikmanni finnska landsliðsins, langar að heimsækja Ísland.

Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM
Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands.

Kínverjar segja strákana okkar á leiðinni að spila vináttuleik í Guangzhou
KSÍ getur ekkert staðfest en ráðgjafar eru að vinna í þessum málum fyrir sambandið.