Collymore er að byrja með nýjan þátt á sjónvarpsstöðinni Russia Today og hann skilaði fréttainnslagi eftir að íslenska liðið tryggði sér farseðilinn til Rússlands þar sem hann ræddi meðal annars við forsætisráðherrann Bjarna Benediktsson.
„Ég er ótrúlega stoltur fyrir hönd leikmannanna og allra Íslendinga sem hafa fylgst með þessu liði lengi. Ef þú leggur mikið á þig þá geturðu náð miklum árangri,“ sagði Bjarni við Collymore aðspurður hvernig honum liði að vera forsætisráðherra minnstu þjóðar sem hefur komist á HM.
Bjarni sagði samfélagið hafa breyst og fótboltann með og benti þar á gríðarlega aukningu stelpna sem æfa fótbolta.
„Þegar að ég var að alast upp þá var ein og ein stelpa að æfa fótbolta. Núna er stelpan mín, sem er þrettán ára, í flokki með 40-50 stelpum og það er bara í mínum litla bæ,“ segir Bjarni en ætlar hann til Rússlands að taka Víkingaklappið með Tólfunni?
„Ég mun gera HÚH-ið. Ég fer til Rússlands,“ sagði Bjarni Benediktsson og tók eitt lítið Víkingaklapp eins og sjá má hér að neðan.
.@StanCollymore talks to Iceland's PM @Bjarni_Ben as the country qualifies for the World Cup for the first time. pic.twitter.com/EZw0R2XkQe
— RT UK (@RTUKnews) October 11, 2017
Fantastic interview with the Icelandic Prime Minister @Bjarni_Ben for The Stan Collymore Show on @RT_com, serues starts this month! pic.twitter.com/YqKaVPWC4y
— Stan Collymore (@StanCollymore) October 10, 2017
To Russia With Love #aframisland
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 9, 2017